Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar 10. apríl 2025 10:01 Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun