Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar 10. apríl 2025 10:01 Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun