Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar 26. nóvember 2024 14:10 Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er víst ekki keppt í því enda ekki hægt að dæma heilar þjóðir. Til þess erum við of ólík en ef það væri keppni ættum við alveg séns á að verða best í heimi í því eins og svo mörgu öðru. Miðað við fólksfjölda. Heimska er flughált hugtak en það vill svo vel til að höfundur er þar á heimavelli. Ég ætla því bara að nefna 6 vísbendingar en láta þig um að meta stöðuna. 1. Við Íslendingar framleiðum mest af rafmagni í heiminum miðað við höfðatölu. 15 sinnum meira á mann á ári en meðaltal heimsins. (2023) 2. Við veiðum 1.6 % af villtum fiski í heiminum. (2022.) Við erum 0.0047% mannkyns. 3. Það komu hingað 5.79 ferðamenn á hvern Íslending árið 2023. Frakkland sem fær flesta ferðamenn allra ríkja heimsins fékk sama ár 1.49 ferðamann á hvern íbúa. Orkan okkar, fiskurinn okkar, landið okkar. Erum við rík? Þá er það seinni hluti listans sem líka þarf að senda inn í keppnina ef við ætlum okkur að vinna. Listinn gæti verið lengri en þetta er bara stuttur útdráttur fyrir dómnefndina. Þig. 4. Þrettán prósent íslenskra barna eru fátæk. 5. Það eru langir biðlistar í heilbrigðiskerfinu. (30 mánaða bið eftir greiningu á barni sem þarf stuðning er dæmi sem heyrði ég í dag.) Öfugt við nágrannalöndin er okkar kerfi ekki gjaldfrjálst. 6. Félagslegar íbúðir eru hlutfallslega fæstar á Íslandi í Vestur Evrópu. Íbúar landsins sem eiga ekki mikinn pening eru á valdi fjármagnseiganda, vaxtaokurs og brasks. Börnin okkar, veikasta fólkið okkar, gamla fólkið okkar. Erum við heimsk? Tvö þjóðskálda okkar (EB og HL) töluðu um heimsku á þessum nótum, að horfa aðgerðalaus á lífsbjörgina synda framhjá sér og að sá í akur óvinar síns allt sitt líf. Það eru að koma kosningar, valdið er fólksins í smá stund. Sérhagsmunagæslu gengið er tilbúið, hoppandi spennt að halda áfram. Næst á að gefa firðina okkar og stela rokinu okkar. Þjóð sem hefur alltaf haft það í fangið mun sakna þess. Höfundur er hönnuður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun