Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:31 Það er ekki laust við að það hafi gengið illa hjá ríkisstjórninni að ná heyinu í hlöðu á hinu svokallaða “verðmætasköpunarhausti” sem boðað var af miklum móð seinni part sumars. Ríkisstjórnin virðist þó hafa verið meira spennt fyrir því að ætla að skattleggja atvinnuvegi, sér í lagi þá sem skipta mestu máli fyrir landsbyggðina ef vel gengi í verðmætasköpunarhaustinu. Því hið meinta verðmætasköpunarhaust sem boðað var átti nefnilega að vera upptaktur af skattlagningu á skattlagningu ofan á atvinnuvegina. Það var byrjað með áhlaupi á útgerðina í vor. Kjarnorkuákvæðinu var beitt til að beygja andstöðuna í duftið og svo skáluðu stjórnarliðar vel og vandlega fyrir því að hafa haft útgerðina undir. Þau áttuðu sig kannski ekki að svona hlutir hafa afleiðingar sem eru farnar að birtast nú þegar í uppsögnum starfsfólks, sölu á skipum og lokun á fiskvinnslum. Það snjóaði snemma Um það leyti sem verðmætasköpunarhaustið var boðað hjá ríkisstjórninni fóru hins vegar skýin að hrannast upp og fyrstu hretin fóru að gera vart við sig. PCC á Bakka búið að loka og óvíst að það opni aftur, Play fór í þrot, nær 70% af framleiðslugetu álversins á Grundartanga úr leik, fasteignamarkaðurinn botnfrosinn og samdráttur í ferðaþjónustu sem birtist meðal annars í hópuppsögn og minna framboði hjá Icelandair. Einnig er algjör óvissa í lánamálum vegna dóms Hæstaréttar þar sem ríkisstjórnin var ekki tilbúin með aðgerðir til að bregðast við, þrátt fyrir að það hafi legið fyrir mjög lengi að þetta yrði líklega niðurstaðan. Svo ofan í kaupið er verið að bæta hlaðborði af sköttum og álögum á venjulegt fólk í framlögðu fjárlagafrumvarpi. Svo sem vörugjöld á bíla, kílómetragjald og skattlagningu á ferðamenn. Allt þetta er síðan gert í kraft þeirrar sannfæringar að það sé „gott“ fyrir fólk að borga þessa skatta til að auka veg ríkisbáknsins af því að ríkisstjórnin kunni betur að fara með þessa peninga en fólkið í landinu. Kafaldsbylur Þegar hretið sem gekk yfir þjóðina var farið að breytast í byl ákvað Frostavetursríkisstjórnin að boða til fundar til að kynna stóran húsnæðispakka. Sem reyndist eftir á að hyggja vera meira í líkingu við smápakka eða skógjöf á aðventunni. Þar var aftur tilkynnt um enn eina skattlagninguna sem í þetta skiptið beinist gegn leigutekjum þeirra einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Sem mun aðeins gera eitt, leigan mun hækka. Sem aftur mun hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og skapa hækkandi verðbólgu sem mun þýða enn hærri vexti og lánin hjá almenningi hækka. Það var reyndar einnig tilkynnt að það ætti að byggja nokkur þúsund íbúðir í almenna íbúðakerfinu fyrir venjulegt fólk, það gleymdist bara að taka fram að það kerfi er fyrir fólk undir tekju og eignamörkum og er leigukerfi en ekki eigna fyrirkomulag. Þannig að ríkisstjórnin ætlar að reyna halda fólki á leigumarkaði frekar en að fólk geti eignast eigið húsnæði. En það hefði hún getað gert með því að miða aðgerðir að lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. Átakanlegt aðgerðaleysi Þegar allt þetta er saman dregið er komin kreppa á Íslandi. Hundruðir einstaklinga hafa misst vinnuna, fyrirtæki eru byrjuð að fara í þrot, verðbólga hækkar bara, vextir lækka ekki neitt, húsnæðismarkaður og byggingargeirinn að leggjast í dvala og ekkert er gert. Ríkisstjórnin hefur öll vopn í höndum sínum til að snúa þessu við en trú þeirra á sinn eigin sannleika um hvernig samfélaginu skal fyrir komið vefst fyrir þeim. Það þarf nefnilega ennþá að framleiða og búa til verðmæti til þess að standa undir velferð. Verðmætin verða ekki til í ríkissjóði þau verða til hjá fyrirtækjunum í landinu. Ríkisstjórnin gæti til að mynda sett myndarlegt framlag í markaðsetningu í ferðaþjónustu og fjölgað ferðamönnum á ný, aukið gjaldeyristekjur fjölgað störfum o.s.frv. Þetta hefur ferðaþjónustan sjálf meðal annars bent á. Hún gæti líka losað um höft á húsnæðismarkaði með lagasetningu á sveitarfélög til að tryggja framboð á byggingarlóðum og svo margt margt fleira. Frasapólitíkin hefur náð yfirhöndinni með stórum orðum en engu innihaldi. Það er ekkert plan, sleggjan er horfin og sennilega er hann genginn í garð veturinn sem allir óttuðust; Frostaveturinn mikli. Höfundur er ritari Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það hafi gengið illa hjá ríkisstjórninni að ná heyinu í hlöðu á hinu svokallaða “verðmætasköpunarhausti” sem boðað var af miklum móð seinni part sumars. Ríkisstjórnin virðist þó hafa verið meira spennt fyrir því að ætla að skattleggja atvinnuvegi, sér í lagi þá sem skipta mestu máli fyrir landsbyggðina ef vel gengi í verðmætasköpunarhaustinu. Því hið meinta verðmætasköpunarhaust sem boðað var átti nefnilega að vera upptaktur af skattlagningu á skattlagningu ofan á atvinnuvegina. Það var byrjað með áhlaupi á útgerðina í vor. Kjarnorkuákvæðinu var beitt til að beygja andstöðuna í duftið og svo skáluðu stjórnarliðar vel og vandlega fyrir því að hafa haft útgerðina undir. Þau áttuðu sig kannski ekki að svona hlutir hafa afleiðingar sem eru farnar að birtast nú þegar í uppsögnum starfsfólks, sölu á skipum og lokun á fiskvinnslum. Það snjóaði snemma Um það leyti sem verðmætasköpunarhaustið var boðað hjá ríkisstjórninni fóru hins vegar skýin að hrannast upp og fyrstu hretin fóru að gera vart við sig. PCC á Bakka búið að loka og óvíst að það opni aftur, Play fór í þrot, nær 70% af framleiðslugetu álversins á Grundartanga úr leik, fasteignamarkaðurinn botnfrosinn og samdráttur í ferðaþjónustu sem birtist meðal annars í hópuppsögn og minna framboði hjá Icelandair. Einnig er algjör óvissa í lánamálum vegna dóms Hæstaréttar þar sem ríkisstjórnin var ekki tilbúin með aðgerðir til að bregðast við, þrátt fyrir að það hafi legið fyrir mjög lengi að þetta yrði líklega niðurstaðan. Svo ofan í kaupið er verið að bæta hlaðborði af sköttum og álögum á venjulegt fólk í framlögðu fjárlagafrumvarpi. Svo sem vörugjöld á bíla, kílómetragjald og skattlagningu á ferðamenn. Allt þetta er síðan gert í kraft þeirrar sannfæringar að það sé „gott“ fyrir fólk að borga þessa skatta til að auka veg ríkisbáknsins af því að ríkisstjórnin kunni betur að fara með þessa peninga en fólkið í landinu. Kafaldsbylur Þegar hretið sem gekk yfir þjóðina var farið að breytast í byl ákvað Frostavetursríkisstjórnin að boða til fundar til að kynna stóran húsnæðispakka. Sem reyndist eftir á að hyggja vera meira í líkingu við smápakka eða skógjöf á aðventunni. Þar var aftur tilkynnt um enn eina skattlagninguna sem í þetta skiptið beinist gegn leigutekjum þeirra einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Sem mun aðeins gera eitt, leigan mun hækka. Sem aftur mun hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og skapa hækkandi verðbólgu sem mun þýða enn hærri vexti og lánin hjá almenningi hækka. Það var reyndar einnig tilkynnt að það ætti að byggja nokkur þúsund íbúðir í almenna íbúðakerfinu fyrir venjulegt fólk, það gleymdist bara að taka fram að það kerfi er fyrir fólk undir tekju og eignamörkum og er leigukerfi en ekki eigna fyrirkomulag. Þannig að ríkisstjórnin ætlar að reyna halda fólki á leigumarkaði frekar en að fólk geti eignast eigið húsnæði. En það hefði hún getað gert með því að miða aðgerðir að lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. Átakanlegt aðgerðaleysi Þegar allt þetta er saman dregið er komin kreppa á Íslandi. Hundruðir einstaklinga hafa misst vinnuna, fyrirtæki eru byrjuð að fara í þrot, verðbólga hækkar bara, vextir lækka ekki neitt, húsnæðismarkaður og byggingargeirinn að leggjast í dvala og ekkert er gert. Ríkisstjórnin hefur öll vopn í höndum sínum til að snúa þessu við en trú þeirra á sinn eigin sannleika um hvernig samfélaginu skal fyrir komið vefst fyrir þeim. Það þarf nefnilega ennþá að framleiða og búa til verðmæti til þess að standa undir velferð. Verðmætin verða ekki til í ríkissjóði þau verða til hjá fyrirtækjunum í landinu. Ríkisstjórnin gæti til að mynda sett myndarlegt framlag í markaðsetningu í ferðaþjónustu og fjölgað ferðamönnum á ný, aukið gjaldeyristekjur fjölgað störfum o.s.frv. Þetta hefur ferðaþjónustan sjálf meðal annars bent á. Hún gæti líka losað um höft á húsnæðismarkaði með lagasetningu á sveitarfélög til að tryggja framboð á byggingarlóðum og svo margt margt fleira. Frasapólitíkin hefur náð yfirhöndinni með stórum orðum en engu innihaldi. Það er ekkert plan, sleggjan er horfin og sennilega er hann genginn í garð veturinn sem allir óttuðust; Frostaveturinn mikli. Höfundur er ritari Framsóknar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun