Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Byggðamál Sæunn Gísladóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun