Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. Á skjánum er Laddi að leika Bjarna Fel í áramótaskaupinu frá 1985, og Spaugstofumenn að stíga sín fyrstu skref í snilldarlegri þjóðmálasatíru sem átti eftir að skemmta og stríða þjóðinni langt fram á þessa öld. Í næstu stofu lærir fólk að segja Kebblaík og góndæn í staðinn fyrir Keflavík og góðan daginn, og í þeirri þarnæstu brjóta menn heilann um sterka beygingu íslenskra sagnorða: bera, bar, bárum, borið. Á milli kennslustunda rabba nemendur saman um sjónvarpsseríur, húsnæðismál og mataruppskriftir, allt á íslensku, þótt enginn þeirra sé fæddur á Íslandi. Hér er staðreynd: Í haust hófu 15 Íslendingar grunnnám í íslensku við Háskóla Íslands. Um leið stunda 734 erlendir nemendur nám í íslensku sem öðru máli. Eftir fyrsta árið eiga þeir ekki aðeins að geta talað og lesið sér til gagns, heldur líka komist í gegnum íslenskar skáldsögur og fréttaskýringar, og tekið þátt í lifandi umræðum og rökræðum um stjórnmál og bókmenntir. Á íslensku. Ég komst að þessu öllu í gær, þegar ég fór upp í háskóla til að hitta erlenda íslenskunemendur á öðru ári, sem höfðu lesið eina af bókunum mínum. Ég bjóst við að mæta örfáum sérvitringum og þurfa að tala við þá barnamál og grípa til ensku þegar orðaforði þeirra hrykki ekki lengur til. Sú var aldeilis ekki raunin. Þarna voru tugir stúdenta hvaðanæva að úr heiminum, flestir ungir en aðrir eldri, leiftrandi mælskir og áhugasamir, sem létu spurningarnar dynja á mér, vísuðu jafnt til íslenskra menningarfyrirbæra sem alþjóðlegrar bókmenntahefðar, og skiptust á skoðunum á kjarnyrtri og vel skiljanlegri íslensku. Þau eru hin nýja gullöld íslenskunnar, sagði kennari þeirra stoltur að tímanum loknum. Önnur staðreynd: Íslenska er gamalt og merkilegt mál, en það eru til fleiri en 7000 önnur tungumál í heiminum. Mörg þeirra eru ekkert síður gömul og merkileg, og bæði praktískari og auðveldari en íslenska. Hún opnar fólki ekkert annað en íslenska menningu, fyrirbæri sem sumir óttast að sé í bráðri útrýmingarhættu. Það er kominn nýr fídus í nýjustu kynslóð iPhone-símans sem þýðir talað mál tafarlaust yfir á önnur tungumál. Þar er hann loksins kominn, fiskurinn úr vinsælustu vísindagamansögu æsku minnar, sem synti inn í eyra fólks og túlkaði öll tungumál alheimsins. Það er gervigreind sem segir sex. En þeir sem hafa reynt að læra mál og siði annarrar þjóðar, vita að slík gervigreind kemur að litlum notum við annað en að leysa úr einföldum, praktískum verkefnum; kaupa farmiða, spyrja hvar salernið sé og hvort þjórfé sé innifalið í reikningnum. Til að eiga í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum, mynda mannleg tengsl, falla inn í hópinn og verða hluti af samfélaginu þarf maður að tileinka sér ótæmandi lista af furðulegum smáatriðum sem engin gervigreind mun nokkurn tímann ná yfir. Uppi í háskóla eru hundruð áhugasamra nemenda af erlendum uppruna að tileinka sér fyrirbærið íslenska menningu, ekki aðeins tungumálið, heldur líka bókmenntirnar okkar, hefðirnar, söguna, fagurfræðina, brauðterturnar, sveitaböllin, júgursmyrslið, Írafár, morgunleikfimina, landabruggið, Garúnu Garúnu, júmbóhamborgarana, gúmmítútturnar, BG og Ingibjörgu, Emmsjé Gauta, KR/Val, maðkaða mjölið, flugeldasölu björgunarsveitanna, þúfnabanann, Guðrúnu frá Lundi, blómstrið eina, ástandið, þágufallssýkina. Ladda að leika Bjarna Fel í fjörutíu ára gömlu áramótaskaupi. Sum þeirra verða svolítið afsakandi þegar maður spyr hverrar þjóðar þau séu. Það er víst ekki lengur sama hvaðan fólk kemur til að læra íslensku sem annað mál. En íslenskan er gamalt og merkilegt mál, hún hefur orð af sama stofni yfir allan heiminn og það að vera heima hjá sér. Ég, fyrir mitt leyti, tek ofan hatt minn, hneigi mig djúpt og þakka einlæglega hverjum þeim sem hingað kemur til að leggja okkur lið og læra íslensku. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Íslensk tunga Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. Á skjánum er Laddi að leika Bjarna Fel í áramótaskaupinu frá 1985, og Spaugstofumenn að stíga sín fyrstu skref í snilldarlegri þjóðmálasatíru sem átti eftir að skemmta og stríða þjóðinni langt fram á þessa öld. Í næstu stofu lærir fólk að segja Kebblaík og góndæn í staðinn fyrir Keflavík og góðan daginn, og í þeirri þarnæstu brjóta menn heilann um sterka beygingu íslenskra sagnorða: bera, bar, bárum, borið. Á milli kennslustunda rabba nemendur saman um sjónvarpsseríur, húsnæðismál og mataruppskriftir, allt á íslensku, þótt enginn þeirra sé fæddur á Íslandi. Hér er staðreynd: Í haust hófu 15 Íslendingar grunnnám í íslensku við Háskóla Íslands. Um leið stunda 734 erlendir nemendur nám í íslensku sem öðru máli. Eftir fyrsta árið eiga þeir ekki aðeins að geta talað og lesið sér til gagns, heldur líka komist í gegnum íslenskar skáldsögur og fréttaskýringar, og tekið þátt í lifandi umræðum og rökræðum um stjórnmál og bókmenntir. Á íslensku. Ég komst að þessu öllu í gær, þegar ég fór upp í háskóla til að hitta erlenda íslenskunemendur á öðru ári, sem höfðu lesið eina af bókunum mínum. Ég bjóst við að mæta örfáum sérvitringum og þurfa að tala við þá barnamál og grípa til ensku þegar orðaforði þeirra hrykki ekki lengur til. Sú var aldeilis ekki raunin. Þarna voru tugir stúdenta hvaðanæva að úr heiminum, flestir ungir en aðrir eldri, leiftrandi mælskir og áhugasamir, sem létu spurningarnar dynja á mér, vísuðu jafnt til íslenskra menningarfyrirbæra sem alþjóðlegrar bókmenntahefðar, og skiptust á skoðunum á kjarnyrtri og vel skiljanlegri íslensku. Þau eru hin nýja gullöld íslenskunnar, sagði kennari þeirra stoltur að tímanum loknum. Önnur staðreynd: Íslenska er gamalt og merkilegt mál, en það eru til fleiri en 7000 önnur tungumál í heiminum. Mörg þeirra eru ekkert síður gömul og merkileg, og bæði praktískari og auðveldari en íslenska. Hún opnar fólki ekkert annað en íslenska menningu, fyrirbæri sem sumir óttast að sé í bráðri útrýmingarhættu. Það er kominn nýr fídus í nýjustu kynslóð iPhone-símans sem þýðir talað mál tafarlaust yfir á önnur tungumál. Þar er hann loksins kominn, fiskurinn úr vinsælustu vísindagamansögu æsku minnar, sem synti inn í eyra fólks og túlkaði öll tungumál alheimsins. Það er gervigreind sem segir sex. En þeir sem hafa reynt að læra mál og siði annarrar þjóðar, vita að slík gervigreind kemur að litlum notum við annað en að leysa úr einföldum, praktískum verkefnum; kaupa farmiða, spyrja hvar salernið sé og hvort þjórfé sé innifalið í reikningnum. Til að eiga í raunverulegum samræðum og skoðanaskiptum, mynda mannleg tengsl, falla inn í hópinn og verða hluti af samfélaginu þarf maður að tileinka sér ótæmandi lista af furðulegum smáatriðum sem engin gervigreind mun nokkurn tímann ná yfir. Uppi í háskóla eru hundruð áhugasamra nemenda af erlendum uppruna að tileinka sér fyrirbærið íslenska menningu, ekki aðeins tungumálið, heldur líka bókmenntirnar okkar, hefðirnar, söguna, fagurfræðina, brauðterturnar, sveitaböllin, júgursmyrslið, Írafár, morgunleikfimina, landabruggið, Garúnu Garúnu, júmbóhamborgarana, gúmmítútturnar, BG og Ingibjörgu, Emmsjé Gauta, KR/Val, maðkaða mjölið, flugeldasölu björgunarsveitanna, þúfnabanann, Guðrúnu frá Lundi, blómstrið eina, ástandið, þágufallssýkina. Ladda að leika Bjarna Fel í fjörutíu ára gömlu áramótaskaupi. Sum þeirra verða svolítið afsakandi þegar maður spyr hverrar þjóðar þau séu. Það er víst ekki lengur sama hvaðan fólk kemur til að læra íslensku sem annað mál. En íslenskan er gamalt og merkilegt mál, hún hefur orð af sama stofni yfir allan heiminn og það að vera heima hjá sér. Ég, fyrir mitt leyti, tek ofan hatt minn, hneigi mig djúpt og þakka einlæglega hverjum þeim sem hingað kemur til að leggja okkur lið og læra íslensku. Höfundur er rithöfundur.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun