Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég hef séð hvað það gerir fyrir börn að hafa sitt eigið áhugamál, að eiga stað þar sem þau geta tjáð sig, lært ábyrgð og samvinnu, og byggt upp sjálfstraust í gegnum listsköpun eða íþróttir. Því miður hafa ekki öll börn í Reykjavík raunverulegt tækifæri til þess. Sum börn fá að velja úr fjölbreyttu frístundastarfi í borginni, á meðan önnur þurfa að sitja eftir heima. Ástæðan er ekki áhugaleysi barnanna, heldur einfaldlega efnahagur fjölskyldunnar. Við tölum oft um jöfnuð í borginni okkar, en þegar börn neyðast til að hætta í tómstundum vegna þess að foreldrar ráða ekki við æfingagjöld, búnað eða ferðir, þá er eitthvað að kerfinu. Ég tók saman heildarkostnað fyrir fjölskylduna okkar vegna tómstundaiðkunar í fyrra og hann hleypur á nokkrum hundruðum þúsunda króna. Tómstundir barna ættu ekki að vera álitnar forréttindi, heldur hluti af grunnmenntun og uppeldi. Ég þekki marga foreldra sem hafa þurft að velja á milli þess að greiða fyrir íþróttaiðkun eða tónlistarnám barna sinna, og aðra sem hafa einfaldlega þurft að segja barni sínu að það geti ekki tekið þátt í starfinu vegna kostnaðarins sem því fylgir. Það er erfið staða að vera í, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur fyrst og síðast fyrir barnið, sem finnur að það stendur utan við hópinn. Reykjavíkurborg hefur vissulega gert ýmislegt gott, meðal annars með frístundakortinu, en upphæðin dugar ekki alltaf til að mæta raunverulegum kostnaði. Á sama tíma og gjöldin hafa hækkað hefur framfærslukostnaður heimilanna aukist. Við þurfum að tryggja að öll börn, óháð efnahag, hafi jafnt aðgengi að þessu öfluga tómstundastarfi sem byggir upp sjálfstraust, heilbrigði og félagsfærni þeirra. Ég tel að við getum náð þessu með raunhæfum lausnum.Í fyrsta lagi þarf að endurskoða frístundakortið þannig að það taki betur mið af mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Í dag er upphæðin sú sama fyrir alla, óháð efnahag, en raunverulegur kostnaður við þátttöku barna getur verið mjög mismunandi. Í öðru lagi mætti efla samstarf borgarinnar við íþrótta- og menningarfélög til að lækka æfinga- og þátttökugjöld. Þó að slíkt samstarf sé að einhverju leyti til staðar í dag, vantar samræmt átak sem tryggir að ekkert barn sitji eftir vegna kostnaðar eða félagsaðstæðna. Í þriðja lagi þarf að tryggja nægjanlegan mannskap í frístunda- og tómstundastarfi borgarinnar. Skortur á starfsfólki hefur víða takmarkað aðgengi barna og dregið úr gæðum starfsins. Með betri kjörum og viðurkenningu á mikilvægi starfsins má byggja upp stöðugt og fjölbreytt starf um alla borg. Þetta mál snýst í grunninn um lífsgæði, tengsl og jöfnuð. Börn sem taka þátt í íþróttum, listum eða félagsstarfi öðlast styrk, sjálfstraust og finnast þau tilheyra samfélaginu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt inn í framtíðina. Reykjavík á að vera borg sem stendur með öllum börnum, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að taka þátt. Höfundur er leikari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun