Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar