Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 4. nóvember 2025 09:00 Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Vændi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Um helgina síðustu sótti ég ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið „Sögur kynlífsverkafólks og Opinber stefna“. Þar komu saman fagfólk, fræðimenn, mannréttindasinnar og ekki síst kynlífsverkafólk sem deildu eigin reynslu og sögum. Raddirnar sem heyrðust voru fjölbreyttar og lýstu raunveruleikanum á ólíkum forsendum, frá þeim sem hafa lent í erfiðum félagslegum aðstæðum til þeirra sem hafa meðvitað valið þessa atvinnu og vilja starfa við hana á sínum eigin forsendum. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls fulltrúar frá samtökum kynlífsverkafólks í Svíþjóð og Noregi. Þeir lýstu því hvernig baráttan fyrir réttindum og sýnileika þessa hóps hefur þróast þar og hvernig löggjöfin, sem svokölluð sænska leið, hefur reynst í reynd. Sú nálgun felur í sér að kaup á kynlífi eru refsiverð, en það hefur í mörgum tilvikum leitt til aukinnar jaðarsetningar og hættu fyrir kynlífsverkafólk, sem neyðist til að starfa í neðanjarðarumhverfi. Þannig skapast skilyrði þar sem öryggi og mannréttindi víkja fyrir ótta, fordómum og þögn. Á Íslandi er umræðan um vændi og kynlífsstarfsemi enn mjög takmörkuð og lituð af sterkum siðferðilegum viðhorfum fremur en félagslegu raunsæi. Það hefur orðið til þess að rödd þeirra sem málið snertir mest hefur verið nánast ósýnileg. Þessi hópur er fjölbreyttur og engin ein lýsing nær utan um hann. Sumir eru í þessari starfsemi vegna fátæktar, neyslu, áfalla eða félagslegra aðstæðna. Aðrir hafa meðvitað valið þetta starf, sumir sjá það sem tímabundna tekjuleið, aðrir sem fasta atvinnu. Það sem sameinar hópinn er hins vegar skortur á öryggi, vernd og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegum úrræðum. Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það. Það er eina leiðin til að móta stefnu og löggjöf sem byggir á raunverulegum þörfum fólks en ekki á hugmyndum annarra um hvað sé „rétt“ eða „rangt“. Mannréttindasjónarmið, jafningjafræðsla og virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þurfa að vera leiðarljós í þessari umræðu. Við verðum líka að skilja að vændi og mansal eru ekki sami hlutur. Mansal er glæpur og brot á mannréttindum, en kynlífsstarfsemi á eigin forsendum er annars eðlis. Að blanda þessu tvennu saman gerir meira ógagn en gagn og skaðar málstað þeirra sem þurfa vernd og stuðning. Ráðstefnan var bæði fróðleg og áhrifamikil. Hún sýndi að það er til fólk sem hefur hugrekki til að stíga fram og segja sína sögu, en það þarf samfélag sem hlustar. Það var þó miður að sjá hve fáir fulltrúar stjórnmálaflokka mættu. Ég tók eftir tveimur þingmönnum og einum borgarfulltrúa, en slíkur málaflokkur krefst víðtækari pólitískrar þátttöku og áhuga. Ef stjórnvöld ætla að taka mannréttindi alvarlega verða þau að hlusta á raddir fólks sem lifir við þessar aðstæður og vinna með þeim, ekki yfir þeim. Það sem helst stendur eftir hjá mér er að við þurfum að opna samtalið. Við þurfum að viðurkenna að kynlífsstarfsemi er til staðar í íslensku samfélagi og hefur verið það lengi. Við þurfum að skapa öruggt rými þar sem hægt er að ræða málefnið án fordóma og þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar, heilbrigðisþjónustu og stuðnings án þess að óttast refsingu eða skömm. Það er líka nauðsynlegt að þróa jafningjastuðning og samtök sem byggja á reynslu fólks sjálfs, eins og gert hefur verið í nágrannalöndunum og „Rauða regnhlífin“ er hér. Það er ekki okkar hlutverk að „bjarga“ kynlífsverkafólki. Það sem við eigum að gera er að tryggja því réttindi, vernd og mannlega virðingu. Því aðeins getum við átt von á samfélagi þar sem enginn hópur er falinn í skugganum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar