Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun