Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:30 Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun