Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:30 Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun