Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar 19. nóvember 2024 16:33 Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun