Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Gangast við mis­tökum

Það að vera mannvera getur verið flókið fyrirbæri því það kallar á ýmsa hugsun og hugsunarhætti sem við verðum að velta fyrir okkur. Þegar að við ætlum okkur að lifa í samfélagi með öðrum þá þurfum við að hugsa og ákveða hvert og eitt okkar hvernig samfélag við viljum búa í.

Skoðun
Fréttamynd

Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim

Ákveðið var á aðalfundi Blindrafélagsins að skora á stjórnvöld að koma Hljóðbókasafninu heim. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kallað eftir því að safnið fái framtíðarhúsnæði í Hamrahlíð 17, þar sem það byrjaði árið 1982 og á eðlilegum samastað innan öflugs þjónustukjarna fyrir blint og sjónskert fólk.

Innlent
Fréttamynd

„Þau á­kváðu ein­fald­lega að hann væri minna fatlaður í Garða­bæ“

„Ég er ekki að segja þessa sögu til að kvarta, heldur af því að þetta er sannleikur sem margir þora ekki að segja upphátt,“ segir Greta Ósk Óskarsdóttir, móðir 19 ára pilts með fötlun, sem hefur nú stigið fram opinberlega til að segja frá því sem hún lýsir sem kerfisbundnu viðnámi gegn lögbundinni þjónustu fyrir son sinn í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt í vinnslu“

Húsnæðisstaða fatlaðs fólks á Íslandi er ekki til fyrirmyndar og kannski er unga fólkið okkar sá hópur sem hvað helst finnur fyrir því í dag. Staða þeirra einkennist af vanefndum eða ófjármögnuðum aðgerðum sem leiða til þess að ákveðinn hópur er fastur í foreldrahúsum eða býr við óásættanlegan kost í einhvers konar samkrulli við annað fatlað fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?

Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum störf við hæfi!

Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri mann­eskju

Í dag er alþjóðlegur dagur leiðsöguhundsins. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan.

Skoðun
Fréttamynd

Löngu þarft sam­tal um hóp sem gleymist!

Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Vonast til að fá full­komna sund­laug í Reykjadal

Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Vinnu­staðir fatlaðs fólks

Fatlað fólk er oft með léleg laun og fá minni tækifæri en aðrir.Þegar fatlað fólk vinnur á vernduðum vinnustöðum er oft talað barnalega við það.

Skoðun
Fréttamynd

Mælt fyrir miklum kjara­bótum ör­yrkja og aldraðra

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Sel­fossi

Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir.

Innlent
Fréttamynd

Stórá­fangi í réttinda­baráttu fatlaðs fólks

Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag.

Skoðun