Geðheilbrigði

Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda meiri en Ís­lendinga en fjár­hags­staða verri

Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða Grind­víkingum á seiglunámskeið

Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert sem læknar þetta al­veg“

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri Dominos og Ikea, segir ekki koma ríkinu við í hvaða meðvitundarástandi fullorðið fólk sé heima hjá sér, á meðan það skaði ekki aðra. Hann hafi sjálfur klesst á vegg fyrir nokkrum og snúið lífi sínu við.

Lífið
Fréttamynd

Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum

Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum ekki öll að fara á sjúkra­hús“

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður segir mikla þörf á að fjölga starfsfólki og vonar að þessar niðurstöður aðstoði við það. Stjórnvöld þurfi betur að styðja við úrræði sem starfi utan kerfis.

Innlent
Fréttamynd

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfs­víg eru ekki óum­flýjan­leg

Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi.

Skoðun
Fréttamynd

Be Kind - ekki kind

Vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna á Íslandi fari versnandi. Við höfum unnið með ungmennum sem hafa glímt við sjálfskaðandi hugsanir og í einhverjum tilfellum þurft að fylgja þeim á geðdeild. Það er sárt að horfa á börn og ungmenni missa jafnvægið í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Geðheil­brigði er mann­réttinda­mál

Mannréttindi eru grundvallarréttindi okkar allra. Þau eru forsenda þess að við getum þroskast, nýtt alla hæfileika okkar og dafnað sem mannverur. Hérlendis eru mannréttindi vernduð í stjórnarskránni, almennum íslenskum lögum og ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland hefur skrifað undir og jafnvel lögfest.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Land­spítalans í Foss­vogi

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsti sjálfs­vígs­hugsunum í pontu Al­þingis

Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Veit um fjögur sjálfs­víg tengd gervi­greind

Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni.

Innlent
Fréttamynd

Raddir, sýnir og aðrar ó­hefð­bundnar skynjanir

Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir?

Skoðun
Fréttamynd

„Hann fékk ein­fald­lega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“

„Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­sættan­legt hversu margir falla fyrir eigin hendi

Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raun­veru­legt að­gengi að sál­fræði­með­ferð

Dagurinn í dag, 10. september er helgaður sjálfsvígsforvörnum. Í dag klæðist fólk gulu í nafni vitundarvakningar líkt og gert hefur verið árlega undanfarin ár. Vitundarvakning ein og sér nægir þó ekki ef þeim orðum fylgja ekki skýrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Hvergi hefur verið sýnt fram á að gulir sokkar eða hálsklútar einir og sér bjargi mannslífum.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þjóð­legur sjálfsvígsforvarnardagur – mikil­vægi sam­tals og sam­kenndar

Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­heimti lífs­gleðina við gerð ostabakkanna

„Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið.

Lífið
Fréttamynd

Þegar fólkið okkar langar að deyja

Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi kynja – treystir þú þér í sam­talið með vel­ferð barna að leiðar­ljósi?

Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu?

Skoðun
Fréttamynd

Gulur septem­ber

Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum.

Skoðun