Verkfall kennara skollið á Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2024 00:01 Fjölmargir kennarar í Reykjavík lögðu niður störf og komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 þann 15. október. Vísir/Vilhelm Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hægt er sjá alla skóla sem eru á leið í verkfall á ljósmyndinni hér fyrir neðan. Níu skólar hefja verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndar Kennarasambands Íslands hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær á sjötta tímanum án árangurs. Ekki hefur verið boðaður annar fundur að svo stöddu í húsi Ríkissáttasemjara en vinnufundir Kennarasambandsins munu standa yfir í dag og á morgun. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt kröfu kennara vera óraunhæfa . Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, kveðst vera bjartsýnn að samningar náist og sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að takturinn í samningaviðræðum muni nú breytast þegar að svo alvarlega aðgerðir eru að raungerast. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram,“ sagði Magnús. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Garðabær Seltjarnarnes Skagafjörður Reykjanesbær Hafnarfjörður Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hægt er sjá alla skóla sem eru á leið í verkfall á ljósmyndinni hér fyrir neðan. Níu skólar hefja verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndar Kennarasambands Íslands hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær á sjötta tímanum án árangurs. Ekki hefur verið boðaður annar fundur að svo stöddu í húsi Ríkissáttasemjara en vinnufundir Kennarasambandsins munu standa yfir í dag og á morgun. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt kröfu kennara vera óraunhæfa . Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, kveðst vera bjartsýnn að samningar náist og sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að takturinn í samningaviðræðum muni nú breytast þegar að svo alvarlega aðgerðir eru að raungerast. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram,“ sagði Magnús.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Garðabær Seltjarnarnes Skagafjörður Reykjanesbær Hafnarfjörður Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira