Verkfall kennara skollið á Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2024 00:01 Fjölmargir kennarar í Reykjavík lögðu niður störf og komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 þann 15. október. Vísir/Vilhelm Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember. Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hægt er sjá alla skóla sem eru á leið í verkfall á ljósmyndinni hér fyrir neðan. Níu skólar hefja verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndar Kennarasambands Íslands hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær á sjötta tímanum án árangurs. Ekki hefur verið boðaður annar fundur að svo stöddu í húsi Ríkissáttasemjara en vinnufundir Kennarasambandsins munu standa yfir í dag og á morgun. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt kröfu kennara vera óraunhæfa . Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, kveðst vera bjartsýnn að samningar náist og sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að takturinn í samningaviðræðum muni nú breytast þegar að svo alvarlega aðgerðir eru að raungerast. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram,“ sagði Magnús. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Garðabær Seltjarnarnes Skagafjörður Reykjanesbær Hafnarfjörður Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Að öllu óbreyttu hefst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík þann 11. nóvember en 25. nóvember í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Hægt er sjá alla skóla sem eru á leið í verkfall á ljósmyndinni hér fyrir neðan. Níu skólar hefja verkfall á morgun.Vísir/Heiðar Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndar Kennarasambands Íslands hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær á sjötta tímanum án árangurs. Ekki hefur verið boðaður annar fundur að svo stöddu í húsi Ríkissáttasemjara en vinnufundir Kennarasambandsins munu standa yfir í dag og á morgun. Kennarar krefjast þess að laun þeirra verði sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði. Formaður félags grunnskólakennara sagði fyrir helgi kennara vera með um sjö hundruð þúsund krónur á mánuði en þeir krefjist þess að fá rúma milljón. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt kröfu kennara vera óraunhæfa . Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, kveðst vera bjartsýnn að samningar náist og sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að takturinn í samningaviðræðum muni nú breytast þegar að svo alvarlega aðgerðir eru að raungerast. „Þá eykst pressan á öllum aðilum. Auðvitað á viðsemjendunum en líka á okkur í Kennarasambandinu að þessar aðgerðir sem hefjast í kvöld í níu skólum verði sem allra stystar. Vonandi eykur það fókusinn á því að við förum áfram,“ sagði Magnús.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Garðabær Seltjarnarnes Skagafjörður Reykjanesbær Hafnarfjörður Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira