Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 09:33 Haraldur (t.v.) er ekki parsáttur við skrif Pawels (t.h.) Vísir/Arnar/Samsett Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. Pawel bendir á það í pistli sínum að knattspyrnufélög hérlendis leitist, líkt og fólk flest, eftir því að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til slíks sé að aðrir greiði stofnkostnað þeirra rekstrar – fyrir knattspyrnuvelli til að mynda – sem sveitarfélög fjármagna að langstærstu leyti. „Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum,“ segir Pawel og á þar við regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem gerir ríkulegar kröfur til leikvanga sem nýta má undir Evrópuleiki. „Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“ skrifar Pawel enn frekar. Hann telur upp margar þær kröfur sem UEFA gerir til Víkinga vegna komandi heimaleikja þeirra í Sambandsdeildinni. Þar má nefna aðskildar stúkur, lýsingu vegna sjónvarpsútsendinga og snúningshlið við innganga vallar. Lýsingin er helsta vandamálið sem Víkingar standa frammi fyrir. Starfsmenn félagsins standa í ströngu að fá undanþágur frá UEFA til að leikirnir geti farið fram hér á landi en ekki í Þórshöfn í Færeyjum. Til stendur að leigja ljósabúnað fyrir fleiri tugi milljóna og koma upp á Kópavogsvelli. Leigan á búnaðinum myndi nýtast í þrjá heimaleiki Víkings í Sambandsdeildinni; gegn Cercle Brugge 24. október, gegn Borac 7. nóvember og við Djurgården 12. desember. Ljóst er að kostnaðurinn mun nema tugum milljóna á hvern leik aðeins fyrir leiguna á ljósabúnaði, sem fer síðan aftur úr landi eftir þriðja leikinn í desember. „Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær,“ er niðurlag greinar Pawels. Haraldur segir skrifin fjarri staðreyndum Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, hefur staðið í ströngu undanfarna viku, líkt og aðrir starfsmenn Víkings vegna málsins. Að auki hafa Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, setið sveittir, að reyna að leysa málið með UEFA auk fulltrúa ríkis og borgar. Með það fyrir augum að leikir Víkings geti farið fram hér á landi. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir hádegið í dag. Haraldur svaraði Pawel á Facebook síðu þess síðarnefnda í gær. Skrif Pawels virðast hafa farið fyrir brjóstið á honum. Haraldur segir að hefði Reykjavíkurborg tekið til tillit til krafna UEFA til flóðlýsingar við byggingu heimavallar Fram í Úlfarsárdal væru Víkingar ekki í þessum sporum og gætu spilað leiki sína þar. „Ótrúleg vonbrigði að lesa þessa grein Pawel Bartoszek. Ekkert land í Evrópu býr við þessar aðstæður. Ekkert. Var að koma frá Andorra. 80þ manns. Nýr glæsilegur völlur fyrir 6000 áhorfendur tekinn í notkun næsta vor,“ segir Haraldur. „UEFA hefur ekki bannað að spila á Laugardalsvelli. Völlurinn lendir hins vegar undir framkvæmdum í haust. Trúi því að þú þekkir það. Kannski er ástæðan fyrir því að þú þekkir ekki staðreyndir sú að þú ert vara borgarfulltrúi í dag en ekki formaður málaflokksins líkt og áður. Það hefur ekkert mjakast. Ekkert,“ „Allar nýframkvæmdir mannvirkja eru gerðar m.t.t. lágmarkskrafna hverju sinni. Ef Framvöllurinn hefði fengið ljós sem uppfylla 1200/1400 LUX þá fullyrði ég að við værum ekki í þessum sporum meðan framkvæmdir í Laugardalnum klárast. Slíkt hefði kostað 40-50 mills aukalega,“ segir Haraldur sem skammar Pawel: „Þetta er ömurlegt pólitískt útspil og fjarri staðreyndum. Skamm.“ Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sambandsdeild Evrópu UEFA Skipulag Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Pawel bendir á það í pistli sínum að knattspyrnufélög hérlendis leitist, líkt og fólk flest, eftir því að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til slíks sé að aðrir greiði stofnkostnað þeirra rekstrar – fyrir knattspyrnuvelli til að mynda – sem sveitarfélög fjármagna að langstærstu leyti. „Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum,“ segir Pawel og á þar við regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem gerir ríkulegar kröfur til leikvanga sem nýta má undir Evrópuleiki. „Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“ skrifar Pawel enn frekar. Hann telur upp margar þær kröfur sem UEFA gerir til Víkinga vegna komandi heimaleikja þeirra í Sambandsdeildinni. Þar má nefna aðskildar stúkur, lýsingu vegna sjónvarpsútsendinga og snúningshlið við innganga vallar. Lýsingin er helsta vandamálið sem Víkingar standa frammi fyrir. Starfsmenn félagsins standa í ströngu að fá undanþágur frá UEFA til að leikirnir geti farið fram hér á landi en ekki í Þórshöfn í Færeyjum. Til stendur að leigja ljósabúnað fyrir fleiri tugi milljóna og koma upp á Kópavogsvelli. Leigan á búnaðinum myndi nýtast í þrjá heimaleiki Víkings í Sambandsdeildinni; gegn Cercle Brugge 24. október, gegn Borac 7. nóvember og við Djurgården 12. desember. Ljóst er að kostnaðurinn mun nema tugum milljóna á hvern leik aðeins fyrir leiguna á ljósabúnaði, sem fer síðan aftur úr landi eftir þriðja leikinn í desember. „Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær,“ er niðurlag greinar Pawels. Haraldur segir skrifin fjarri staðreyndum Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, hefur staðið í ströngu undanfarna viku, líkt og aðrir starfsmenn Víkings vegna málsins. Að auki hafa Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, setið sveittir, að reyna að leysa málið með UEFA auk fulltrúa ríkis og borgar. Með það fyrir augum að leikir Víkings geti farið fram hér á landi. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir hádegið í dag. Haraldur svaraði Pawel á Facebook síðu þess síðarnefnda í gær. Skrif Pawels virðast hafa farið fyrir brjóstið á honum. Haraldur segir að hefði Reykjavíkurborg tekið til tillit til krafna UEFA til flóðlýsingar við byggingu heimavallar Fram í Úlfarsárdal væru Víkingar ekki í þessum sporum og gætu spilað leiki sína þar. „Ótrúleg vonbrigði að lesa þessa grein Pawel Bartoszek. Ekkert land í Evrópu býr við þessar aðstæður. Ekkert. Var að koma frá Andorra. 80þ manns. Nýr glæsilegur völlur fyrir 6000 áhorfendur tekinn í notkun næsta vor,“ segir Haraldur. „UEFA hefur ekki bannað að spila á Laugardalsvelli. Völlurinn lendir hins vegar undir framkvæmdum í haust. Trúi því að þú þekkir það. Kannski er ástæðan fyrir því að þú þekkir ekki staðreyndir sú að þú ert vara borgarfulltrúi í dag en ekki formaður málaflokksins líkt og áður. Það hefur ekkert mjakast. Ekkert,“ „Allar nýframkvæmdir mannvirkja eru gerðar m.t.t. lágmarkskrafna hverju sinni. Ef Framvöllurinn hefði fengið ljós sem uppfylla 1200/1400 LUX þá fullyrði ég að við værum ekki í þessum sporum meðan framkvæmdir í Laugardalnum klárast. Slíkt hefði kostað 40-50 mills aukalega,“ segir Haraldur sem skammar Pawel: „Þetta er ömurlegt pólitískt útspil og fjarri staðreyndum. Skamm.“
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sambandsdeild Evrópu UEFA Skipulag Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira