Atlaga að kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 15:01 Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Málið snýst í raun um andstöðu hóps Sjálfstæðismanna við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem voru hluti af pakka stjórnvalda vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars. sl. Gildir þar einu þótt margsannað sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn auki jöfnuð, vinni gegn fátækt og dragi úr offitu, ásamt því að efla námsárangur barna, sem þessu sama Sjálfstæðisfólki er tíðrætt um. Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að seilast í vasa foreldra eftir tússlitum til að mótmæla gjaldfrjálsum skólamáltíðum er ekki aðeins slæm sem slík, heldur er hún eitt dæmi af mörgum um stjórnvaldsaðgerðir sem ganga gegn kjarasamningum. Markmiðið virðist öðru fremur að láta launafólk borga fyrir efnahagsóstöðugleikann, á meðan fjármagnið er varið. Kjarasamningar eftir forskrift Seðlabankans Í aðdraganda kjarasamninga og reyndar í miðjum kjaraviðræðum bárust þau skilaboð frá Seðlabankanum að útkoma kjarasamninga væri langstærsti óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið. Með öðrum orðum þá voru skilaboðin þau að yrði launum ekki haldið niðri myndu ekki skapast skilyrði til að lækka vexti. Þá höfðu stýrivextir verið 9,25% í hálft ár. Í anda þessa undirritaði verkalýðshreyfingin kjarasamninga á almennum markaði sem voru eins og hannaðir af Seðlabankastjóra. Hreyfingin, fyrir hönd vinnandi fólks, tók gríðarlega áhættu með því að undirrita kjarasamninga til fjögurra ára með svo hóflegum launahækkunum að á verðbólgutímum geta þær hæglega leitt til raunlaunalækkana. Um þetta var ekki samstaða innan hreyfingarinnar, en þetta var niðurstaðan. Við í VR gengumst inn á þessa línu í skugga hótunar Samtaka atvinnulífsins um verkbann sem átti að beinast gegn stórum hluta félagsfólks okkar, eða allt að 25 þúsundum. Það var hins vegar huggun harmi gegn að stjórnvöld komu að borðinu með aðgerðapakka sem munaði um og gjaldfrjálsar skólamálítíðir bar þar hæst. Við höfðum enda framkvæmt greiningu á þeim kostnaði sem foreldrar bera af því að koma börnum á legg og vissum að þetta væri jafnframt sá hópur okkar félagsfólks sem bæri einna hæstan húsnæðiskostnað. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru almenn aðgerð sem myndi draga úr kjaraskerðingum fólks á viðkvæmum tíma lífsins. Atlaga gegn þeim ávinningi er atlaga að kjarasamningum. Nei við niðurskurði Áratugum saman hefur vinnandi fólk þurft að sitja undir þeim áróðri að laun þess séu einn helsti verðbólguhvatinn. Sú staðreynd að stýrivextir standa enn í 9,25%, þrátt fyrir langtímasamninga með svo hófstillum launahækkunum að hætta er á kaupmáttarlækkun, ætti að verða til þess að við losnum undan þeirri innantómu röksemdarfærslu í eitt skipti fyrir öll. Þessi dogmatíska sýn hefur leitt til þess að Ísland situr uppi með peningastefnu sem skortir allan trúverðugleika. Verðbólga er mun margþættara fyrirbæri en svo að hægt sé að hamra á einni skýringabreytu en hundsa kerfislæga verðbólguhvata sem hafa tekið sér bólfestu í efnahagslífinu. Einfaldar niðurskurðaraðgerðir, sem má nú heyra ákall eftir, munu aðeins verða til þess að auka byrðar launafólks. Verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við að þegar örfáar krónur koma í annan vasa vinnandi manneskju mæti ríkið og taki þær og meira til úr hinum. Í því felst engin sátt, eins og til stóð að kenna gildandi kjarasamninga við. Við sitjum ekki hjá Við munum ekki sitja hjá þegar sífellt fleira af okkar félagsfólki verður bundið á óleysanlegan skuldaklafa eða gert ómögulegt að eiga þak yfir höfuð. Við getum ekki sætt okkur við að launafólk þurfi að greiða fyrir óstöðugleika sem það stofnaði ekki til í gegnum síhækkandi húsaleigu, aukna vaxtabyrði og hærra verð á nauðynjavörum. Stjórnvöld geta ekki boðið fólki á húsnæðismarkaði upp á þann eina valkost að demba skuldunum inn í framtíðina í gegnum verðtryggingu og þurfa þannig að vinna enn fleiri ár af starfsævinni til að standa undir gróða lánastofnana og allra hinna sem hagnast af afskiptaleysisstefnunni á húsnæðismarkaði. Þær aðgerðir sem nú þarf að grípa til þurfa að vera heildstæðar og taka jöfnum höndum á þenslu, húsnæði og verðlagi. Verkalýðshreyfingin hefur þegar skuldbundið sig með lágum launahækkunum. Nú þurfa ríkisstjórnin, Seðlabankinn, sveitarfélög og atvinnurekendur að standa við sitt. Og fyrir alla muni, ekki taka þessa pólitík út á börnum með því að taka af þeim tússlitina! Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Kjaramál Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Málið snýst í raun um andstöðu hóps Sjálfstæðismanna við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem voru hluti af pakka stjórnvalda vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars. sl. Gildir þar einu þótt margsannað sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn auki jöfnuð, vinni gegn fátækt og dragi úr offitu, ásamt því að efla námsárangur barna, sem þessu sama Sjálfstæðisfólki er tíðrætt um. Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að seilast í vasa foreldra eftir tússlitum til að mótmæla gjaldfrjálsum skólamáltíðum er ekki aðeins slæm sem slík, heldur er hún eitt dæmi af mörgum um stjórnvaldsaðgerðir sem ganga gegn kjarasamningum. Markmiðið virðist öðru fremur að láta launafólk borga fyrir efnahagsóstöðugleikann, á meðan fjármagnið er varið. Kjarasamningar eftir forskrift Seðlabankans Í aðdraganda kjarasamninga og reyndar í miðjum kjaraviðræðum bárust þau skilaboð frá Seðlabankanum að útkoma kjarasamninga væri langstærsti óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið. Með öðrum orðum þá voru skilaboðin þau að yrði launum ekki haldið niðri myndu ekki skapast skilyrði til að lækka vexti. Þá höfðu stýrivextir verið 9,25% í hálft ár. Í anda þessa undirritaði verkalýðshreyfingin kjarasamninga á almennum markaði sem voru eins og hannaðir af Seðlabankastjóra. Hreyfingin, fyrir hönd vinnandi fólks, tók gríðarlega áhættu með því að undirrita kjarasamninga til fjögurra ára með svo hóflegum launahækkunum að á verðbólgutímum geta þær hæglega leitt til raunlaunalækkana. Um þetta var ekki samstaða innan hreyfingarinnar, en þetta var niðurstaðan. Við í VR gengumst inn á þessa línu í skugga hótunar Samtaka atvinnulífsins um verkbann sem átti að beinast gegn stórum hluta félagsfólks okkar, eða allt að 25 þúsundum. Það var hins vegar huggun harmi gegn að stjórnvöld komu að borðinu með aðgerðapakka sem munaði um og gjaldfrjálsar skólamálítíðir bar þar hæst. Við höfðum enda framkvæmt greiningu á þeim kostnaði sem foreldrar bera af því að koma börnum á legg og vissum að þetta væri jafnframt sá hópur okkar félagsfólks sem bæri einna hæstan húsnæðiskostnað. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru almenn aðgerð sem myndi draga úr kjaraskerðingum fólks á viðkvæmum tíma lífsins. Atlaga gegn þeim ávinningi er atlaga að kjarasamningum. Nei við niðurskurði Áratugum saman hefur vinnandi fólk þurft að sitja undir þeim áróðri að laun þess séu einn helsti verðbólguhvatinn. Sú staðreynd að stýrivextir standa enn í 9,25%, þrátt fyrir langtímasamninga með svo hófstillum launahækkunum að hætta er á kaupmáttarlækkun, ætti að verða til þess að við losnum undan þeirri innantómu röksemdarfærslu í eitt skipti fyrir öll. Þessi dogmatíska sýn hefur leitt til þess að Ísland situr uppi með peningastefnu sem skortir allan trúverðugleika. Verðbólga er mun margþættara fyrirbæri en svo að hægt sé að hamra á einni skýringabreytu en hundsa kerfislæga verðbólguhvata sem hafa tekið sér bólfestu í efnahagslífinu. Einfaldar niðurskurðaraðgerðir, sem má nú heyra ákall eftir, munu aðeins verða til þess að auka byrðar launafólks. Verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við að þegar örfáar krónur koma í annan vasa vinnandi manneskju mæti ríkið og taki þær og meira til úr hinum. Í því felst engin sátt, eins og til stóð að kenna gildandi kjarasamninga við. Við sitjum ekki hjá Við munum ekki sitja hjá þegar sífellt fleira af okkar félagsfólki verður bundið á óleysanlegan skuldaklafa eða gert ómögulegt að eiga þak yfir höfuð. Við getum ekki sætt okkur við að launafólk þurfi að greiða fyrir óstöðugleika sem það stofnaði ekki til í gegnum síhækkandi húsaleigu, aukna vaxtabyrði og hærra verð á nauðynjavörum. Stjórnvöld geta ekki boðið fólki á húsnæðismarkaði upp á þann eina valkost að demba skuldunum inn í framtíðina í gegnum verðtryggingu og þurfa þannig að vinna enn fleiri ár af starfsævinni til að standa undir gróða lánastofnana og allra hinna sem hagnast af afskiptaleysisstefnunni á húsnæðismarkaði. Þær aðgerðir sem nú þarf að grípa til þurfa að vera heildstæðar og taka jöfnum höndum á þenslu, húsnæði og verðlagi. Verkalýðshreyfingin hefur þegar skuldbundið sig með lágum launahækkunum. Nú þurfa ríkisstjórnin, Seðlabankinn, sveitarfélög og atvinnurekendur að standa við sitt. Og fyrir alla muni, ekki taka þessa pólitík út á börnum með því að taka af þeim tússlitina! Höfundur er varaformaður VR.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun