Atlaga að kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 15:01 Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Málið snýst í raun um andstöðu hóps Sjálfstæðismanna við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem voru hluti af pakka stjórnvalda vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars. sl. Gildir þar einu þótt margsannað sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn auki jöfnuð, vinni gegn fátækt og dragi úr offitu, ásamt því að efla námsárangur barna, sem þessu sama Sjálfstæðisfólki er tíðrætt um. Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að seilast í vasa foreldra eftir tússlitum til að mótmæla gjaldfrjálsum skólamáltíðum er ekki aðeins slæm sem slík, heldur er hún eitt dæmi af mörgum um stjórnvaldsaðgerðir sem ganga gegn kjarasamningum. Markmiðið virðist öðru fremur að láta launafólk borga fyrir efnahagsóstöðugleikann, á meðan fjármagnið er varið. Kjarasamningar eftir forskrift Seðlabankans Í aðdraganda kjarasamninga og reyndar í miðjum kjaraviðræðum bárust þau skilaboð frá Seðlabankanum að útkoma kjarasamninga væri langstærsti óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið. Með öðrum orðum þá voru skilaboðin þau að yrði launum ekki haldið niðri myndu ekki skapast skilyrði til að lækka vexti. Þá höfðu stýrivextir verið 9,25% í hálft ár. Í anda þessa undirritaði verkalýðshreyfingin kjarasamninga á almennum markaði sem voru eins og hannaðir af Seðlabankastjóra. Hreyfingin, fyrir hönd vinnandi fólks, tók gríðarlega áhættu með því að undirrita kjarasamninga til fjögurra ára með svo hóflegum launahækkunum að á verðbólgutímum geta þær hæglega leitt til raunlaunalækkana. Um þetta var ekki samstaða innan hreyfingarinnar, en þetta var niðurstaðan. Við í VR gengumst inn á þessa línu í skugga hótunar Samtaka atvinnulífsins um verkbann sem átti að beinast gegn stórum hluta félagsfólks okkar, eða allt að 25 þúsundum. Það var hins vegar huggun harmi gegn að stjórnvöld komu að borðinu með aðgerðapakka sem munaði um og gjaldfrjálsar skólamálítíðir bar þar hæst. Við höfðum enda framkvæmt greiningu á þeim kostnaði sem foreldrar bera af því að koma börnum á legg og vissum að þetta væri jafnframt sá hópur okkar félagsfólks sem bæri einna hæstan húsnæðiskostnað. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru almenn aðgerð sem myndi draga úr kjaraskerðingum fólks á viðkvæmum tíma lífsins. Atlaga gegn þeim ávinningi er atlaga að kjarasamningum. Nei við niðurskurði Áratugum saman hefur vinnandi fólk þurft að sitja undir þeim áróðri að laun þess séu einn helsti verðbólguhvatinn. Sú staðreynd að stýrivextir standa enn í 9,25%, þrátt fyrir langtímasamninga með svo hófstillum launahækkunum að hætta er á kaupmáttarlækkun, ætti að verða til þess að við losnum undan þeirri innantómu röksemdarfærslu í eitt skipti fyrir öll. Þessi dogmatíska sýn hefur leitt til þess að Ísland situr uppi með peningastefnu sem skortir allan trúverðugleika. Verðbólga er mun margþættara fyrirbæri en svo að hægt sé að hamra á einni skýringabreytu en hundsa kerfislæga verðbólguhvata sem hafa tekið sér bólfestu í efnahagslífinu. Einfaldar niðurskurðaraðgerðir, sem má nú heyra ákall eftir, munu aðeins verða til þess að auka byrðar launafólks. Verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við að þegar örfáar krónur koma í annan vasa vinnandi manneskju mæti ríkið og taki þær og meira til úr hinum. Í því felst engin sátt, eins og til stóð að kenna gildandi kjarasamninga við. Við sitjum ekki hjá Við munum ekki sitja hjá þegar sífellt fleira af okkar félagsfólki verður bundið á óleysanlegan skuldaklafa eða gert ómögulegt að eiga þak yfir höfuð. Við getum ekki sætt okkur við að launafólk þurfi að greiða fyrir óstöðugleika sem það stofnaði ekki til í gegnum síhækkandi húsaleigu, aukna vaxtabyrði og hærra verð á nauðynjavörum. Stjórnvöld geta ekki boðið fólki á húsnæðismarkaði upp á þann eina valkost að demba skuldunum inn í framtíðina í gegnum verðtryggingu og þurfa þannig að vinna enn fleiri ár af starfsævinni til að standa undir gróða lánastofnana og allra hinna sem hagnast af afskiptaleysisstefnunni á húsnæðismarkaði. Þær aðgerðir sem nú þarf að grípa til þurfa að vera heildstæðar og taka jöfnum höndum á þenslu, húsnæði og verðlagi. Verkalýðshreyfingin hefur þegar skuldbundið sig með lágum launahækkunum. Nú þurfa ríkisstjórnin, Seðlabankinn, sveitarfélög og atvinnurekendur að standa við sitt. Og fyrir alla muni, ekki taka þessa pólitík út á börnum með því að taka af þeim tússlitina! Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Kjaramál Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Málið snýst í raun um andstöðu hóps Sjálfstæðismanna við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem voru hluti af pakka stjórnvalda vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars. sl. Gildir þar einu þótt margsannað sé að gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn auki jöfnuð, vinni gegn fátækt og dragi úr offitu, ásamt því að efla námsárangur barna, sem þessu sama Sjálfstæðisfólki er tíðrætt um. Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að seilast í vasa foreldra eftir tússlitum til að mótmæla gjaldfrjálsum skólamáltíðum er ekki aðeins slæm sem slík, heldur er hún eitt dæmi af mörgum um stjórnvaldsaðgerðir sem ganga gegn kjarasamningum. Markmiðið virðist öðru fremur að láta launafólk borga fyrir efnahagsóstöðugleikann, á meðan fjármagnið er varið. Kjarasamningar eftir forskrift Seðlabankans Í aðdraganda kjarasamninga og reyndar í miðjum kjaraviðræðum bárust þau skilaboð frá Seðlabankanum að útkoma kjarasamninga væri langstærsti óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið. Með öðrum orðum þá voru skilaboðin þau að yrði launum ekki haldið niðri myndu ekki skapast skilyrði til að lækka vexti. Þá höfðu stýrivextir verið 9,25% í hálft ár. Í anda þessa undirritaði verkalýðshreyfingin kjarasamninga á almennum markaði sem voru eins og hannaðir af Seðlabankastjóra. Hreyfingin, fyrir hönd vinnandi fólks, tók gríðarlega áhættu með því að undirrita kjarasamninga til fjögurra ára með svo hóflegum launahækkunum að á verðbólgutímum geta þær hæglega leitt til raunlaunalækkana. Um þetta var ekki samstaða innan hreyfingarinnar, en þetta var niðurstaðan. Við í VR gengumst inn á þessa línu í skugga hótunar Samtaka atvinnulífsins um verkbann sem átti að beinast gegn stórum hluta félagsfólks okkar, eða allt að 25 þúsundum. Það var hins vegar huggun harmi gegn að stjórnvöld komu að borðinu með aðgerðapakka sem munaði um og gjaldfrjálsar skólamálítíðir bar þar hæst. Við höfðum enda framkvæmt greiningu á þeim kostnaði sem foreldrar bera af því að koma börnum á legg og vissum að þetta væri jafnframt sá hópur okkar félagsfólks sem bæri einna hæstan húsnæðiskostnað. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru almenn aðgerð sem myndi draga úr kjaraskerðingum fólks á viðkvæmum tíma lífsins. Atlaga gegn þeim ávinningi er atlaga að kjarasamningum. Nei við niðurskurði Áratugum saman hefur vinnandi fólk þurft að sitja undir þeim áróðri að laun þess séu einn helsti verðbólguhvatinn. Sú staðreynd að stýrivextir standa enn í 9,25%, þrátt fyrir langtímasamninga með svo hófstillum launahækkunum að hætta er á kaupmáttarlækkun, ætti að verða til þess að við losnum undan þeirri innantómu röksemdarfærslu í eitt skipti fyrir öll. Þessi dogmatíska sýn hefur leitt til þess að Ísland situr uppi með peningastefnu sem skortir allan trúverðugleika. Verðbólga er mun margþættara fyrirbæri en svo að hægt sé að hamra á einni skýringabreytu en hundsa kerfislæga verðbólguhvata sem hafa tekið sér bólfestu í efnahagslífinu. Einfaldar niðurskurðaraðgerðir, sem má nú heyra ákall eftir, munu aðeins verða til þess að auka byrðar launafólks. Verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við að þegar örfáar krónur koma í annan vasa vinnandi manneskju mæti ríkið og taki þær og meira til úr hinum. Í því felst engin sátt, eins og til stóð að kenna gildandi kjarasamninga við. Við sitjum ekki hjá Við munum ekki sitja hjá þegar sífellt fleira af okkar félagsfólki verður bundið á óleysanlegan skuldaklafa eða gert ómögulegt að eiga þak yfir höfuð. Við getum ekki sætt okkur við að launafólk þurfi að greiða fyrir óstöðugleika sem það stofnaði ekki til í gegnum síhækkandi húsaleigu, aukna vaxtabyrði og hærra verð á nauðynjavörum. Stjórnvöld geta ekki boðið fólki á húsnæðismarkaði upp á þann eina valkost að demba skuldunum inn í framtíðina í gegnum verðtryggingu og þurfa þannig að vinna enn fleiri ár af starfsævinni til að standa undir gróða lánastofnana og allra hinna sem hagnast af afskiptaleysisstefnunni á húsnæðismarkaði. Þær aðgerðir sem nú þarf að grípa til þurfa að vera heildstæðar og taka jöfnum höndum á þenslu, húsnæði og verðlagi. Verkalýðshreyfingin hefur þegar skuldbundið sig með lágum launahækkunum. Nú þurfa ríkisstjórnin, Seðlabankinn, sveitarfélög og atvinnurekendur að standa við sitt. Og fyrir alla muni, ekki taka þessa pólitík út á börnum með því að taka af þeim tússlitina! Höfundur er varaformaður VR.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar