Börnum lofað Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. janúar 2024 13:30 Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun