Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Bandaríkin Spánn Innflytjendamál Martha Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun