Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Bandaríkin Spánn Innflytjendamál Martha Árnadóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar