Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:01 Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar