Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:01 Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun