Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:01 Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun