Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 14. nóvember 2025 12:00 Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun