Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar 14. nóvember 2025 14:02 Í fréttum Sýnar þann 13. nóvember var fjallað um mál barns sem varð fyrir ofbeldi starfsmanns á meðferðarheimilinu Stuðlum. Í fréttinni birti fréttamaðurinn Tómas Arnar Þorláksson svar Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn hans: „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarlega óvænt atvik eru tilkynnt til GEV [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála]. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið [og] í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig skuli bregðast við.“ 1. Hvað er „þvingun“ og hvað er „alvarlegt óvænt tilvik“? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig? 2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári? 3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili? Því miður eru litlar sem engar líkur á því að hægt sé að svara ofangreindum spurningum svo vel sé. Það er í raun ekkert eftirlit með heimilum og stofnunum þar sem börn dvelja til lengri eða skemmri tíma. Það er staðan. Heimsóknir umboðsmanns Alþingis á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis ítrekaði fjölmörg alvarleg atriði sem þyrfti að bæta úr í heimsóknarskýrslu sinni á neyðarvistun Stuðla í desember 2024. Þar sagði m.a.:„Um réttindi barns og beitingu þvingunar á heimilum og stofnunum sem eru á ábyrgð ríkisins er fjallað í 82. gr. barnaverndarlaga. […] Eftir fyrri áfanga heildarendurskoðunar barnaverndarlaga hafa ekki orðið neinar breytingar á þeim heimildum sem hér um ræðir og því eru ábendingar og tilmæli úr fyrri skýrslu ítrekuð.“ Þar sagði enn fremur: „Á neyðarvistun Stuðla geta komið upp aðstæður þar sem börn eru beitt líkamlegri þvingun. Í skýrslunni kemur fram að 15 slík atvik hafi verið skráð á tveggja ára tímabili.“ Þessar tölur, og svo svör Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn fréttamannsins, benda til þess að ekki sé hægt að treysta skráningu á atvikum sem tengjast börnum á meðferðarheimilum. Hvernig skilgreinir stofnununin líkamlega þvingun? Að 15 atvik á tveggja ára tímabili í neyðarvistun, þar sem börn eru vistuð í mjög mismunandi ástandi, bendir til þess að aðeins alvarlegri atvik séu skráð og þá aðeins sem þvingun í meðferðarskyni en ekki tilkynnt til GEV. Þetta skekkir alla skráningu og þar með yfirsýn þeirra sem eiga að fara með eftirlitið. Heimsókn í Klettabæ Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns á Klettabæ, einkareknu búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2023 eru margar alvarlegar athugasemdir. Þar sagði m.a. sagði m.a. „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að hafa frumkvæði að því að tryggja að þvingunarráðstöfunum gagnvart börnum á heimilum og stofnunum á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sé búin viðhlítandi umgjörð í lögum, að því gefnu að það sé vilji stjórnvalda og Alþingis að heimild standi til þeirra.“ „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að haga starfsemi sinni í samræmi við þá réttarstöðu að þegar ekki er um neyðartilvik að ræða eru ekki fyrir hendi heimildir til að beita þá þjónustunotendur nauðung sem vegna fötlunar sinnar falla undir ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nema fyrir liggi undanþága frá banni við beitingu nauðungar.“ „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt, og forsjáraðilum tilkynnt um alvarleg atvik á borð við sjálfsskaða og valdbeitingu. Þá þurfi að tryggja úrvinnslu með börnunum í kjölfar alvarlegra atvika og gæta að skráningu, þ. á m. þannig að fram komi hver framkvæmir valdbeitingu svo og athugasemdir barnsins.“ „Í þessu sambandi er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að leita leiða til að tryggja aðkomu faglærðra starfsmanna að umönnun barnanna, a.m.k. hluta úr degi á vökutíma, og að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna. Ábendingu er jafnframt komið á framfæri við Klettabæ um að huga að aukinni fjölbreytni í starfsliði.“ „Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Klettabæ og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“ Heimsókn í Vinakot Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns í Vinakot, einkarekið búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2024 eru sambærilegar athugasemdir gerðar og við starfsemi Klettabæjar. Þar sagði m.a. „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Vinakots að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt.“ „Í heimsókn umboðsmanns kom fram að ekki sé ávallt haft samband við lækni í kjölfar valdbeitingar. Með vísan til þess er þeim tilmælum beint til Vinakots að bjóða börnunum kerfisbundið að hafa samband við eða hitta lækni í kjölfar valdbeitingar. Tilmælum er einnig beint til Vinakots varðandi fyrirkomulag við lyfjagjafir og fræðslu starfsfólks þar um.“ „Samkvæmt viðtölum og fyrirliggjandi gögnum hafa meðferðaraðilar og annað fagfólk takmarkaða aðkomu að umönnun barnanna frá degi til dags. Í því sambandi er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga og hlutaðeigandi ráðherra að taka til skoðunar og meta hvort börn sem vistast í Vinakoti fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og bæta úr ef þörf er talin á.“ „Barn sem stjórnvöld hafa falið öðrum til umönnunar, verndar eða meðferðar á rétt á að meðferð þess og allar aðrar aðstæður sæti athugun og eftirliti reglulega. Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Vinakoti og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“ Eftirlit ekkert Fréttin í gær, ítrekaðar heimsóknarskýrslur umboðsmanns og fjölmörg mál sem hafa ratað á borð starfsfólks Geðhjálpar og annarra félagasamtaka benda því miður í eina átt: Það er ekkert raunverulegt innra eða ytra eftirlit með búsetu og/eða meðferðarúrræðum þar sem börn dvelja í lengri eða skemmri tíma. Það er auðvitað forkastanlegt og grafalvarlegt í einu ríkasta samfélagi veraldar. Ráðherrar barna-, félags-, og heilbrigðismála ættu að leggja allt til hliðar þangað til þeir fá svar við spurningunum þremur: 1. Hvað er þvingun og hvað er alvarlegt óvænt tilvik? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig? 2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári? 3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í fréttum Sýnar þann 13. nóvember var fjallað um mál barns sem varð fyrir ofbeldi starfsmanns á meðferðarheimilinu Stuðlum. Í fréttinni birti fréttamaðurinn Tómas Arnar Þorláksson svar Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn hans: „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarlega óvænt atvik eru tilkynnt til GEV [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála]. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið [og] í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig skuli bregðast við.“ 1. Hvað er „þvingun“ og hvað er „alvarlegt óvænt tilvik“? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig? 2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári? 3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili? Því miður eru litlar sem engar líkur á því að hægt sé að svara ofangreindum spurningum svo vel sé. Það er í raun ekkert eftirlit með heimilum og stofnunum þar sem börn dvelja til lengri eða skemmri tíma. Það er staðan. Heimsóknir umboðsmanns Alþingis á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis ítrekaði fjölmörg alvarleg atriði sem þyrfti að bæta úr í heimsóknarskýrslu sinni á neyðarvistun Stuðla í desember 2024. Þar sagði m.a.:„Um réttindi barns og beitingu þvingunar á heimilum og stofnunum sem eru á ábyrgð ríkisins er fjallað í 82. gr. barnaverndarlaga. […] Eftir fyrri áfanga heildarendurskoðunar barnaverndarlaga hafa ekki orðið neinar breytingar á þeim heimildum sem hér um ræðir og því eru ábendingar og tilmæli úr fyrri skýrslu ítrekuð.“ Þar sagði enn fremur: „Á neyðarvistun Stuðla geta komið upp aðstæður þar sem börn eru beitt líkamlegri þvingun. Í skýrslunni kemur fram að 15 slík atvik hafi verið skráð á tveggja ára tímabili.“ Þessar tölur, og svo svör Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn fréttamannsins, benda til þess að ekki sé hægt að treysta skráningu á atvikum sem tengjast börnum á meðferðarheimilum. Hvernig skilgreinir stofnununin líkamlega þvingun? Að 15 atvik á tveggja ára tímabili í neyðarvistun, þar sem börn eru vistuð í mjög mismunandi ástandi, bendir til þess að aðeins alvarlegri atvik séu skráð og þá aðeins sem þvingun í meðferðarskyni en ekki tilkynnt til GEV. Þetta skekkir alla skráningu og þar með yfirsýn þeirra sem eiga að fara með eftirlitið. Heimsókn í Klettabæ Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns á Klettabæ, einkareknu búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2023 eru margar alvarlegar athugasemdir. Þar sagði m.a. sagði m.a. „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að hafa frumkvæði að því að tryggja að þvingunarráðstöfunum gagnvart börnum á heimilum og stofnunum á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sé búin viðhlítandi umgjörð í lögum, að því gefnu að það sé vilji stjórnvalda og Alþingis að heimild standi til þeirra.“ „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að haga starfsemi sinni í samræmi við þá réttarstöðu að þegar ekki er um neyðartilvik að ræða eru ekki fyrir hendi heimildir til að beita þá þjónustunotendur nauðung sem vegna fötlunar sinnar falla undir ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nema fyrir liggi undanþága frá banni við beitingu nauðungar.“ „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt, og forsjáraðilum tilkynnt um alvarleg atvik á borð við sjálfsskaða og valdbeitingu. Þá þurfi að tryggja úrvinnslu með börnunum í kjölfar alvarlegra atvika og gæta að skráningu, þ. á m. þannig að fram komi hver framkvæmir valdbeitingu svo og athugasemdir barnsins.“ „Í þessu sambandi er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að leita leiða til að tryggja aðkomu faglærðra starfsmanna að umönnun barnanna, a.m.k. hluta úr degi á vökutíma, og að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna. Ábendingu er jafnframt komið á framfæri við Klettabæ um að huga að aukinni fjölbreytni í starfsliði.“ „Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Klettabæ og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“ Heimsókn í Vinakot Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns í Vinakot, einkarekið búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2024 eru sambærilegar athugasemdir gerðar og við starfsemi Klettabæjar. Þar sagði m.a. „Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Vinakots að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt.“ „Í heimsókn umboðsmanns kom fram að ekki sé ávallt haft samband við lækni í kjölfar valdbeitingar. Með vísan til þess er þeim tilmælum beint til Vinakots að bjóða börnunum kerfisbundið að hafa samband við eða hitta lækni í kjölfar valdbeitingar. Tilmælum er einnig beint til Vinakots varðandi fyrirkomulag við lyfjagjafir og fræðslu starfsfólks þar um.“ „Samkvæmt viðtölum og fyrirliggjandi gögnum hafa meðferðaraðilar og annað fagfólk takmarkaða aðkomu að umönnun barnanna frá degi til dags. Í því sambandi er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga og hlutaðeigandi ráðherra að taka til skoðunar og meta hvort börn sem vistast í Vinakoti fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og bæta úr ef þörf er talin á.“ „Barn sem stjórnvöld hafa falið öðrum til umönnunar, verndar eða meðferðar á rétt á að meðferð þess og allar aðrar aðstæður sæti athugun og eftirliti reglulega. Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Vinakoti og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“ Eftirlit ekkert Fréttin í gær, ítrekaðar heimsóknarskýrslur umboðsmanns og fjölmörg mál sem hafa ratað á borð starfsfólks Geðhjálpar og annarra félagasamtaka benda því miður í eina átt: Það er ekkert raunverulegt innra eða ytra eftirlit með búsetu og/eða meðferðarúrræðum þar sem börn dvelja í lengri eða skemmri tíma. Það er auðvitað forkastanlegt og grafalvarlegt í einu ríkasta samfélagi veraldar. Ráðherrar barna-, félags-, og heilbrigðismála ættu að leggja allt til hliðar þangað til þeir fá svar við spurningunum þremur: 1. Hvað er þvingun og hvað er alvarlegt óvænt tilvik? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig? 2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári? 3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun