Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2025 11:30 Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Jarðefnaeldsneyti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar