Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Alexandra Briem skrifar 15. desember 2023 10:31 Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Strætó Neytendur Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun