Hungurverkfall í 21 dag Samuel Rostøl skrifar 23. september 2023 15:01 Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun