Hungurverkfall í 21 dag Samuel Rostøl skrifar 23. september 2023 15:01 Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun