Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 10:16 Svínsnýrað var grætt í Miller 14. júlí síðastliðinn. AP/Shelby Lum Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira