Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2025 06:31 Það fór vel á með krónprinsinum og forsetanum í Hvíta húsinu í gær. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Krónprinsinn var spurður út í morðið á sameiginlegum blaðamannafundi, þar sem blaðamaður ABC News benti meðal annars á að það hefði verið niðurstaða bandarískra yfirvalda að hann hefði fyrirskipað morðið. Trump greip inn í og byrjaði á því að kalla ABC „fake news“, falsfréttastofu, og sagði því næst að Khashoggi, sem starfaði meðal annars fyrir Washington Post, hefði verið afar „umdeildur“. „Mörgum líkaði ekki við þennan herramann sem þú ert að tala um. Hvort sem þér líkaði við hann eða ekki, hlutir gerast, en hann hafði enga vitneskju um það,“ sagði Trump og benti á bin Salman. Leiðtogarnir tilkynntu að Sádi Arabar hygðust fjárfesta fyrir um 600 milljarða dala í Bandaríkjunum og þá staðfesti Trump að hann hefði í hyggju að selja þeim F-35 herþotur. Fyrirhuguð sala er nokkuð umdeild og hefur meðal annars vakið áhyggjur í Ísrael en Ísraelsmenn hafa hingað til verið eina þjóðin í Mið-Austurlöndum sem hefur búið að vélunum. Efnt var til kvöldverðar krónprinsinum til heiðurs, þar sem meðal annarra voru viðstaddir Elon Musk, Tim Cook, forstjóri Apple, og Jensen Huang, forstjóri Nvidia, en þess má geta að Sádarnir eru sagðir áhugasamir um að fjárfesta í gervigreindar innviðum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Fjölmiðlar Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Krónprinsinn var spurður út í morðið á sameiginlegum blaðamannafundi, þar sem blaðamaður ABC News benti meðal annars á að það hefði verið niðurstaða bandarískra yfirvalda að hann hefði fyrirskipað morðið. Trump greip inn í og byrjaði á því að kalla ABC „fake news“, falsfréttastofu, og sagði því næst að Khashoggi, sem starfaði meðal annars fyrir Washington Post, hefði verið afar „umdeildur“. „Mörgum líkaði ekki við þennan herramann sem þú ert að tala um. Hvort sem þér líkaði við hann eða ekki, hlutir gerast, en hann hafði enga vitneskju um það,“ sagði Trump og benti á bin Salman. Leiðtogarnir tilkynntu að Sádi Arabar hygðust fjárfesta fyrir um 600 milljarða dala í Bandaríkjunum og þá staðfesti Trump að hann hefði í hyggju að selja þeim F-35 herþotur. Fyrirhuguð sala er nokkuð umdeild og hefur meðal annars vakið áhyggjur í Ísrael en Ísraelsmenn hafa hingað til verið eina þjóðin í Mið-Austurlöndum sem hefur búið að vélunum. Efnt var til kvöldverðar krónprinsinum til heiðurs, þar sem meðal annarra voru viðstaddir Elon Musk, Tim Cook, forstjóri Apple, og Jensen Huang, forstjóri Nvidia, en þess má geta að Sádarnir eru sagðir áhugasamir um að fjárfesta í gervigreindar innviðum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Fjölmiðlar Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira