Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2025 19:15 Ungmennin geta mótmælt lokuninni séu þau orðin 16 ára með ýmsum hætti. Vísir/Getty Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Í frétt BBC um málið segir að Meta, sem á vörumerkin þrjú, hafi byrjað að senda notendum sem taldir eru á aldrinum 13 til 15 ára tilkynningar með textaskilaboðum, tölvupósti og skilaboðum í forritunum um að byrjað verði að gera aðganga þeirra óvirka frá 4. desember. Fyrirtækið biður börnin í tilkynningunni um að uppfæra tengiliðaupplýsingar sínar svo hægt sé að láta þá vita þegar þau uppfylla aldursskilyrði til að opna aðgang. Þau geti, áður en reikningunum er lokað, hlaðið niður myndum, færslum og skilaboðum. Tekur gildi í desember Bannið í Ástralíu tekur gildi 10. desember. Það nær til fjölda miðla, þar á meðal TikTok, YouTube, X og Reddit. Samfélagsmiðlar sem ekki gera ráðstafanir til að útiloka yngri en sextán ára eiga yfir höfði sér sektir sem geta numið 50 milljónum ástralskra dala sem samsvarar um fjórum milljörðum íslenskra króna. Í frétt BBC er haft eftir Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu að bannið, sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, eigi að gera börnum kleift að vera áfram börn. Meta og önnur fyrirtæki eru andvíg aðgerðinni en sögðust myndu fara eftir henni. Netöryggisstofnun Ástralíu hefur áætlað að um 150.000 Facebook-notendur og 350.000 Instagram-notendur séu á aldrinum 13–15 ára. Meta segir ungmenni, sem segjast vera nógu gömul til að nota miðlana, geta mótmælt lokuninni með því að taka myndbandssjálfu sem verður notuð í andlitsskönnun til aldursgreiningar. Einnig geti þau lagt fram skilríki eins og ökuskírteini. Í frétt BBC segir að allar aðferðir til sannprófunar hafi verið prófaðar af breskri vottunarstofnun fyrr á þessu ári, í skýrslu sem unnin var að beiðni ástralska ríkisins. Þótt ACCS hafi sagt að allar aðferðirnar hefðu sína kosti, sagðist stofnunin ekki hafa fundið eina lausn sem hentar öllum. Með samþykki foreldra Meta vill sjá lög þar sem yngri en sextán ára þurfa að fá samþykki foreldra áður en þeir hlaða niður samfélagsmiðlaforriti. Leikjavettvangurinn Roblox er einn þeirra miðla sem eru undanskildir banninu en tilkynnti þó í vikunni að börn yngri en 16 ára muni ekki geta spjallað við ókunnuga fullorðna. Skyldubundin aldursstaðfesting verður tekin upp fyrir aðganga sem nota spjallaðgerðir, fyrst í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Hollandi í desember, og síðan um allan heim frá janúar. Þeir miðlar sem falla undir samfélagsmiðlabann Ástralíu eru Facebook, Instagram, Kick, Reddit, Snapchat, Threads, TikTok, X (áður Twitter) og YouTube. Miðlar sem eru undanskildir banninu eru Discord, GitHub, Google Classroom, LEGO Play, Messenger, Roblox, Steam og Steam Chat, WhatsApp og YouTube Kids. Ástralía Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í frétt BBC um málið segir að Meta, sem á vörumerkin þrjú, hafi byrjað að senda notendum sem taldir eru á aldrinum 13 til 15 ára tilkynningar með textaskilaboðum, tölvupósti og skilaboðum í forritunum um að byrjað verði að gera aðganga þeirra óvirka frá 4. desember. Fyrirtækið biður börnin í tilkynningunni um að uppfæra tengiliðaupplýsingar sínar svo hægt sé að láta þá vita þegar þau uppfylla aldursskilyrði til að opna aðgang. Þau geti, áður en reikningunum er lokað, hlaðið niður myndum, færslum og skilaboðum. Tekur gildi í desember Bannið í Ástralíu tekur gildi 10. desember. Það nær til fjölda miðla, þar á meðal TikTok, YouTube, X og Reddit. Samfélagsmiðlar sem ekki gera ráðstafanir til að útiloka yngri en sextán ára eiga yfir höfði sér sektir sem geta numið 50 milljónum ástralskra dala sem samsvarar um fjórum milljörðum íslenskra króna. Í frétt BBC er haft eftir Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu að bannið, sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, eigi að gera börnum kleift að vera áfram börn. Meta og önnur fyrirtæki eru andvíg aðgerðinni en sögðust myndu fara eftir henni. Netöryggisstofnun Ástralíu hefur áætlað að um 150.000 Facebook-notendur og 350.000 Instagram-notendur séu á aldrinum 13–15 ára. Meta segir ungmenni, sem segjast vera nógu gömul til að nota miðlana, geta mótmælt lokuninni með því að taka myndbandssjálfu sem verður notuð í andlitsskönnun til aldursgreiningar. Einnig geti þau lagt fram skilríki eins og ökuskírteini. Í frétt BBC segir að allar aðferðir til sannprófunar hafi verið prófaðar af breskri vottunarstofnun fyrr á þessu ári, í skýrslu sem unnin var að beiðni ástralska ríkisins. Þótt ACCS hafi sagt að allar aðferðirnar hefðu sína kosti, sagðist stofnunin ekki hafa fundið eina lausn sem hentar öllum. Með samþykki foreldra Meta vill sjá lög þar sem yngri en sextán ára þurfa að fá samþykki foreldra áður en þeir hlaða niður samfélagsmiðlaforriti. Leikjavettvangurinn Roblox er einn þeirra miðla sem eru undanskildir banninu en tilkynnti þó í vikunni að börn yngri en 16 ára muni ekki geta spjallað við ókunnuga fullorðna. Skyldubundin aldursstaðfesting verður tekin upp fyrir aðganga sem nota spjallaðgerðir, fyrst í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Hollandi í desember, og síðan um allan heim frá janúar. Þeir miðlar sem falla undir samfélagsmiðlabann Ástralíu eru Facebook, Instagram, Kick, Reddit, Snapchat, Threads, TikTok, X (áður Twitter) og YouTube. Miðlar sem eru undanskildir banninu eru Discord, GitHub, Google Classroom, LEGO Play, Messenger, Roblox, Steam og Steam Chat, WhatsApp og YouTube Kids.
Ástralía Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira