Erlent

Sonur Beckham sviptur öku­réttindum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hinn tvítugi Cruz Beckham.
Hinn tvítugi Cruz Beckham. Getty

Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið.

Telegraph greinir frá því að hinn tvítugi Cruz Beckham hafi fengið hraðasektina 2. september síðastliðinn.

Cruz er tónlistarmaður sem hefur gríðarlegan áhuga á bílum, en á samfélagsmiðlum sést ítrekað til hans aka rándýrum glæsikerrum, eins og svörtum Porsche 911, Land Rover, og Mercedes frá 1980.

Daginn sem hann fékk sektina birti hann hringrásarfærslu á Instagram þar sem hann sagði:

„Var tekinn fyrir að keyra á 24 á 20 götu. Leikurinn er farinn. Sjálfum líður mér vel,“ og vitnaði þar í hina frægu Wes Anderson mynd, The Phoenician Scheme.

Leikurinn er farinn.

Samgöngustofa Bretlands sviptir ökumenn réttindum ef þeir fá sex eða fleiri punkta á fyrstu tveimur árunum eftir að þeir fá fyrsta skírteinið.

Daily Mail hefur eftir einhverjum sem sagður er nákominn Cruz, að hann hafi ekki verið sáttur.

„Það er svo auðvelt að fá hraðasekt á þessum götum þar sem er tuttugu mílna hámarkshraði. Þetta er gríðarlega pirrandi, en ég held hann sé búinn að sætta sig við þetta og muni bara taka þetta á kassann.“

Um fimm hundruð þúsund ökumenn á Bretlandi fengu hraðasekt á götu þar sem er tuttugu mílna hámarkshraði á klukkustund árið 2024, og er það hækkun upp á 66 prósent frá árinu áður.

Cruz mun koma til með að þurfa sækja um nýtt ökuskírteini, og þreyta verklegt og bóklegt próf á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×