Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð HBO streymisveitan hefur opinberað nöfn nokkra leikara sem taka að sér hlutverk í nýrri þáttaseríu um galdrastrákinn Harry Potter. Enn á eftir að skipa í hlutverk aðalpersónunnar Harry Potter. Lífið 14.4.2025 18:45
Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. Lífið 14.4.2025 16:45
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14.4.2025 08:47
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6. apríl 2025 14:38
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. Lífið 5. apríl 2025 15:29
„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. Erlent 5. apríl 2025 10:54
Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Breski grínistinn Russell Brand hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Erlent 4. apríl 2025 14:11
Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Lífið 4. apríl 2025 10:18
Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. Lífið 2. apríl 2025 14:02
Val Kilmer er látinn Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Lífið 2. apríl 2025 06:27
Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence og eiginmaður hennar Cooke Maroney eignuðust sitt annað barn saman nýverið. Enn er ekki vitað um fæðingardag, kyn né nafn barnsins. Lífið 1. apríl 2025 15:38
Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Bíó og sjónvarp 1. apríl 2025 08:54
Richard Chamberlain er látinn Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Lífið 30. mars 2025 14:59
Löng fangelsisvist blasir við popparanum Rapparinn Sean Kingston hefur verið dæmdur sekur fyrir margra milljóna króna fjársvik. Hann á yfir höfði sér marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Lífið 29. mars 2025 13:00
Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eignuðust dóttur í gær þann 27. mars. Þetta tilkynnti Kelly á Instagram. Lífið 28. mars 2025 11:33
Bitin Bachelor stjarna Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins. Lífið 28. mars 2025 08:32
Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. Bíó og sjónvarp 27. mars 2025 15:01
Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Bandaríska leikkonan Sydney Sweeney og unnusti hennar framleiðandinn Jonathan Davino eru hætt við að gifta sig. Sambandið hangir á bláþræði og þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þetta fullyrða nú bandarískir slúðurmiðlar. Lífið 27. mars 2025 09:21
Lét papparassa heyra það Bandaríska söng- og leikkonan Jennifer Lopez lét papparassa heyra það sem angraði hana og sautján ára gamlan son hennar Emme á rauða dreglinum þar sem þau mættu á frumsýningu söngleiksins Othello á Broadway. Lífið 27. mars 2025 08:36
Gossip girl stjarna orðinn faðir Breski leikarinn Ed Westwick og eiginkona hans, leikkonan Amy Jackson eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Fyrir á Jackson einn dreng. Hjónin tilkynntu gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 25. mars 2025 17:33
Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi. Tíska og hönnun 25. mars 2025 15:31
Segist vera orðinn of gamall Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Lífið 25. mars 2025 11:31
Réttarhöld hafin yfir Depardieu Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Erlent 24. mars 2025 10:10
Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. Lífið 20. mars 2025 15:30