Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:35 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. „Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira