Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2025 13:48 Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en lögmaðurinn er í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að embættið hafi undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vegna þeirra rannsókna hafi starfandi lögmaður verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi úrskurðað lögmanninn í vikulangt gæsluvarðhald og krafa hafi verið lögð fram um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Málið sé í rannsókn og rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða fleiri menn tengist starfseminni. Komi til landsins með nafnspjald í vasanum Heimildir Vísis herma að grunur hafi vaknað um að lögmaðurinn væri að aðstoða fólk við að komast til landsins með ólögmætum hætti þar sem fólk hafi verið gripið við slíkt með nafn og símanúmer lögmannsins í handraðanum. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, segist í samtali við Vísi ekki geta greint frá neinum slíkum smáatriðum í rannsókn málsins en segir að rannsóknin snúi meðal annars að ætlaðri aðstoð lögmannsins við fólk sem kemur ólöglega til landsins. Lögmaðurinn hefur auglýst þjónustu sína á samfélagsmiðlum, meðal annars gagnvart fólki sem komið hefur hingað til lands og lent í vandræðum á landamærunum. Slíka þjónustu segir hann gjaldfrjálsa í auglýsingum. Húsleit á tveimur stöðum Þá staðfestir Skarphéðinn að húsleit hafi verið framkvæmd bæði á heimili lögmannsins og vinnustað hans, en hann starfar á lítilli lögmannsstofu. Skarphéðinn kveðst ekki geta upplýst um hvar á landinu maðurinn býr, enda væri hann með því að ljóstra upp um nafn mannsins. Lögmaðurinn sem um ræðir er ekki búsettur í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Skarphéðinn segir að rannsókn málsins tengist meðal annars annarri rannsókn, í máli sem kennt hefur verið við Raufarhöfn. Húsleit var framkvæmd á fjölda staða í júní, meðal annars á Raufarhöfn, í tengslum við ætlaða skipulagða brotastarfsemi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst á kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína alla leið til Reykjavíkur. Lögmennska Akureyri Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að embættið hafi undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vegna þeirra rannsókna hafi starfandi lögmaður verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi úrskurðað lögmanninn í vikulangt gæsluvarðhald og krafa hafi verið lögð fram um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Málið sé í rannsókn og rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða fleiri menn tengist starfseminni. Komi til landsins með nafnspjald í vasanum Heimildir Vísis herma að grunur hafi vaknað um að lögmaðurinn væri að aðstoða fólk við að komast til landsins með ólögmætum hætti þar sem fólk hafi verið gripið við slíkt með nafn og símanúmer lögmannsins í handraðanum. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, segist í samtali við Vísi ekki geta greint frá neinum slíkum smáatriðum í rannsókn málsins en segir að rannsóknin snúi meðal annars að ætlaðri aðstoð lögmannsins við fólk sem kemur ólöglega til landsins. Lögmaðurinn hefur auglýst þjónustu sína á samfélagsmiðlum, meðal annars gagnvart fólki sem komið hefur hingað til lands og lent í vandræðum á landamærunum. Slíka þjónustu segir hann gjaldfrjálsa í auglýsingum. Húsleit á tveimur stöðum Þá staðfestir Skarphéðinn að húsleit hafi verið framkvæmd bæði á heimili lögmannsins og vinnustað hans, en hann starfar á lítilli lögmannsstofu. Skarphéðinn kveðst ekki geta upplýst um hvar á landinu maðurinn býr, enda væri hann með því að ljóstra upp um nafn mannsins. Lögmaðurinn sem um ræðir er ekki búsettur í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Skarphéðinn segir að rannsókn málsins tengist meðal annars annarri rannsókn, í máli sem kennt hefur verið við Raufarhöfn. Húsleit var framkvæmd á fjölda staða í júní, meðal annars á Raufarhöfn, í tengslum við ætlaða skipulagða brotastarfsemi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst á kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína alla leið til Reykjavíkur.
Lögmennska Akureyri Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira