Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2025 13:48 Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en lögmaðurinn er í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að embættið hafi undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vegna þeirra rannsókna hafi starfandi lögmaður verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi úrskurðað lögmanninn í vikulangt gæsluvarðhald og krafa hafi verið lögð fram um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Málið sé í rannsókn og rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða fleiri menn tengist starfseminni. Komi til landsins með nafnspjald í vasanum Heimildir Vísis herma að grunur hafi vaknað um að lögmaðurinn væri að aðstoða fólk við að komast til landsins með ólögmætum hætti þar sem fólk hafi verið gripið við slíkt með nafn og símanúmer lögmannsins í handraðanum. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, segist í samtali við Vísi ekki geta greint frá neinum slíkum smáatriðum í rannsókn málsins en segir að rannsóknin snúi meðal annars að ætlaðri aðstoð lögmannsins við fólk sem kemur ólöglega til landsins. Lögmaðurinn hefur auglýst þjónustu sína á samfélagsmiðlum, meðal annars gagnvart fólki sem komið hefur hingað til lands og lent í vandræðum á landamærunum. Slíka þjónustu segir hann gjaldfrjálsa í auglýsingum. Húsleit á tveimur stöðum Þá staðfestir Skarphéðinn að húsleit hafi verið framkvæmd bæði á heimili lögmannsins og vinnustað hans, en hann starfar á lítilli lögmannsstofu. Skarphéðinn kveðst ekki geta upplýst um hvar á landinu maðurinn býr, enda væri hann með því að ljóstra upp um nafn mannsins. Lögmaðurinn sem um ræðir er ekki búsettur í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Skarphéðinn segir að rannsókn málsins tengist meðal annars annarri rannsókn, í máli sem kennt hefur verið við Raufarhöfn. Húsleit var framkvæmd á fjölda staða í júní, meðal annars á Raufarhöfn, í tengslum við ætlaða skipulagða brotastarfsemi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst á kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína alla leið til Reykjavíkur. Lögmennska Akureyri Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að embættið hafi undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vegna þeirra rannsókna hafi starfandi lögmaður verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafi úrskurðað lögmanninn í vikulangt gæsluvarðhald og krafa hafi verið lögð fram um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Málið sé í rannsókn og rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða fleiri menn tengist starfseminni. Komi til landsins með nafnspjald í vasanum Heimildir Vísis herma að grunur hafi vaknað um að lögmaðurinn væri að aðstoða fólk við að komast til landsins með ólögmætum hætti þar sem fólk hafi verið gripið við slíkt með nafn og símanúmer lögmannsins í handraðanum. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, segist í samtali við Vísi ekki geta greint frá neinum slíkum smáatriðum í rannsókn málsins en segir að rannsóknin snúi meðal annars að ætlaðri aðstoð lögmannsins við fólk sem kemur ólöglega til landsins. Lögmaðurinn hefur auglýst þjónustu sína á samfélagsmiðlum, meðal annars gagnvart fólki sem komið hefur hingað til lands og lent í vandræðum á landamærunum. Slíka þjónustu segir hann gjaldfrjálsa í auglýsingum. Húsleit á tveimur stöðum Þá staðfestir Skarphéðinn að húsleit hafi verið framkvæmd bæði á heimili lögmannsins og vinnustað hans, en hann starfar á lítilli lögmannsstofu. Skarphéðinn kveðst ekki geta upplýst um hvar á landinu maðurinn býr, enda væri hann með því að ljóstra upp um nafn mannsins. Lögmaðurinn sem um ræðir er ekki búsettur í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Skarphéðinn segir að rannsókn málsins tengist meðal annars annarri rannsókn, í máli sem kennt hefur verið við Raufarhöfn. Húsleit var framkvæmd á fjölda staða í júní, meðal annars á Raufarhöfn, í tengslum við ætlaða skipulagða brotastarfsemi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst á kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína alla leið til Reykjavíkur.
Lögmennska Akureyri Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira