Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 16:05 Hildur Björnsdóttir gagnrýndi borgarstjórann. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. „Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
„Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira