Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 12:51 Á öryggissvæðinu í Keflavík er meðal annars aðstaða til þjónustu við bandalagsríki NATO og til æfinga. Vísir/Arnar Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði. Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði.
Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira