Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 22:13 Meðal bæjarfélaga sem geta orðið fyrir áhrifum afnámsins er Flateyri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. „Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
„Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira