Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 22:13 Meðal bæjarfélaga sem geta orðið fyrir áhrifum afnámsins er Flateyri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. „Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera. Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Alls eru 176 störf í hættu á Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri, slíkt samsvarar um 16.242 manna hópuppsögn í Reykjavík,“ stendur í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Málið varðar mögulegt afnám línuívilnana en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ekki gefið út reglugerð um slíkt líkt og venjan er fyrir 1. september þegar veiðitímabilið hefst. Þá hefur ekki heldur komið reglugerð um skel- og rækjubætur og óttast verkalýðsfélagið að um sé að ræða algjört afnám beggja. Verði af afnáminu muni það vera algjört reiðarslag fyrir smærri sjávarbyggðir á Vestfjörðum. Til að mynda sé rekstur heilsársfiskvinnslu á Hólmavík háður óbreyttu kerfi línuívilnunar, óskertum byggðakvóta og uppbótum fyrir rækju og skel. Afnám línuívilnunar hafi helst áhrif á litlar og meðalstórar vinnslur og útgerðir og geti leitt til hópuppsagna í atvinnugreininni víða á Vestfjörðum. „Niðurskurðurinn sem þegar virðist hafa verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. Ljóst má vera að við óbreytt ástand munu smærri fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast eða jafnvel loka fyrir fullt og allt.“ Stjórnin skorar því á þingmenn Alþingis að verja störf fiskverkafólks með því að tryggja núverandi kerfi línuívilnunar og uppbóta fyrir rækju og skel sem og styrkja byggðakvótann enn frekar. Smábátaeigendur krefjast reglugerðar Verkalýðsfélagið er ekki það fyrsta sem lýsir yfir áhyggjum. Í byrjun október sendi Landssamband smábátaeigenda Eyjólfi bréf þar sem þau fóru á leit að hann gæfi út reglugerð um línuívilnun sem fyrst. „Allt skipulag; boðun starfsfólks til vinnu, innkaup á beitu, línu, önglum og þess sem til þarf tók mið af línuívilnun kæmi til framkvæmda 1. september síðastliðinn eins og undanfarna rúma tvo áratugi. Það eru því gríðarleg vonbrigði að enn hafi ekki verið gefin út reglugerð um heimildir til línuívilnunar í einni einustu þeirra sex tegunda sem hún tekur til. Eins mánaðar biðtími hefur valdið vandræðum og vakið upp spurningar um áframhaldandi rekstraröryggi viðkomandi útgerða,“ segir í bréfinu. Sambandið óttist að verði ekki gefin út reglugerð muni það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Línuívilnun veitir þeim sem veiða með línum heimild til að landa umfram aflmark. Í samtali við mbl í byrjun október sagði Eyjólfur að hann myndi gefa sér frest til áramóta til að íhuga hvað ætti að gera.
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ísafjarðarbær Vesturbyggð Kaldrananeshreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira