Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. „Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
„Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“
Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent