Treystir á að Norðurál borgi Bjarki Sigurðsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 25. nóvember 2025 14:16 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Bjarni Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða. Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða.
Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira