Vaxtarsvæðið Suðurnes - þjónusta ríkisins þarf að fylgja með Anton Guðmundsson skrifar 12. maí 2023 08:00 Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Byggðamál Anton Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar