Vaxtarsvæðið Suðurnes - þjónusta ríkisins þarf að fylgja með Anton Guðmundsson skrifar 12. maí 2023 08:00 Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Byggðamál Anton Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja. Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026. En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu. Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð. Það er algjörlega fráleitt að nærst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættari þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar