Gleðispjall á gleðidögum Sigurvin Lárus Jónsson og Sólveig Fríða Kjærnested skrifa 8. maí 2023 09:00 Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar