Falskur tónn sleginn í Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. apríl 2023 13:00 Fyrir ári síðan eða í lok sl. kjörtímabils var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að ganga til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni og óskuðu eftir frestun málsins. Nú kveður við annan tón, sem betur fer. Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og áforma landeigenda um uppbyggingu. Miklum vexti fylgja ýmsar áskoranir fyrir sveitarfélagið í fjármálum. Víðtæk uppbygging á nauðsynlegum fjárfrekum innviðum og margvísleg þjónusta og vaxandi umsvif er allt hluti af þeim áskorunum sem takast þarf á við stjórn fjármála hjá sveitarfélaginu. Þáverandi og núverandi efnahagsástand með mikilli og vaxandi verðbólgu gerir enn flóknari þá áskorun að stýra fjármálum sveitarfélags á borð við Árborg með sem farsælustum hætti. Af þeim sökum gékk þáverandi bæjarstjórnarmeirihluti Svf. Árborgar til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Í stað þess að ráðast strax í þá vinnu sem að búið var að samþykkja í bæjarstjórn að þá var fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins að hækka laun formanns bæjarráðs um 210%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði eða 18mkr. á ári. Vonandi fá íbúar að sjá á íbúafundi á morgun að ein sparnaðartillagan feli í sér að formaður bæjarráðs dragi til baka sjálftökuna og endurgreiði íbúum sveitarfélagsins oftökuna. Annað er að slá falskan tón í ráðdeildinni. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan eða í lok sl. kjörtímabils var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að ganga til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni og óskuðu eftir frestun málsins. Nú kveður við annan tón, sem betur fer. Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og áforma landeigenda um uppbyggingu. Miklum vexti fylgja ýmsar áskoranir fyrir sveitarfélagið í fjármálum. Víðtæk uppbygging á nauðsynlegum fjárfrekum innviðum og margvísleg þjónusta og vaxandi umsvif er allt hluti af þeim áskorunum sem takast þarf á við stjórn fjármála hjá sveitarfélaginu. Þáverandi og núverandi efnahagsástand með mikilli og vaxandi verðbólgu gerir enn flóknari þá áskorun að stýra fjármálum sveitarfélags á borð við Árborg með sem farsælustum hætti. Af þeim sökum gékk þáverandi bæjarstjórnarmeirihluti Svf. Árborgar til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Í stað þess að ráðast strax í þá vinnu sem að búið var að samþykkja í bæjarstjórn að þá var fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins að hækka laun formanns bæjarráðs um 210%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði eða 18mkr. á ári. Vonandi fá íbúar að sjá á íbúafundi á morgun að ein sparnaðartillagan feli í sér að formaður bæjarráðs dragi til baka sjálftökuna og endurgreiði íbúum sveitarfélagsins oftökuna. Annað er að slá falskan tón í ráðdeildinni. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar