Sveltistefna Guðbrandur Einarsson skrifar 12. október 2022 07:00 Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar