Sveltistefna Guðbrandur Einarsson skrifar 12. október 2022 07:00 Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 – 2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geðheilsuteyma. Það gefur því augaleið að möguleikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofnunarinnar til þess að auka við þjónustuna sé mikið. Launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. samantektinni nemur 88% af heildarútgjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd. Það er bersýnlega ekki til hagsbóta fyrir nokkurt samfélag að viðhalda slíkri sveltistefnu í heilbrigðisþjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá mikla fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjárlögum ársins 2023.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar