Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Vísir Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“ Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“
Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira