Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Vísir Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“ Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“
Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira